Hvernig fóru þau að því að skilja sem vinir?

Jennifer Lawrence á frumsýningu kvikmyndarinnar Dark Phoenix í vikunni.
Jennifer Lawrence á frumsýningu kvikmyndarinnar Dark Phoenix í vikunni. mbl.is/AFP

Jennifer Lawrence er í góðum samskiptum við fyrrverandi kærasta sinn Nichols Hoult. Lawrence og Hoult hittust nýverið á forsýningu kvikmyndarinnar X-Men: Dark Phoenix og sýndu gestum að þau eru enn þá góðir vinir. 

ELLE-vefritið fjallaði um samband þeirra og segir að það sé einstakt miðað við sambönd í Hollywood. Þau voru saman í fjögur ár en hafa nú bæði fundið ástina aftur.

Hoult eignaðist barn i apríl á þessu ári með fyrirsætunni Bryana Holly. Lawrence trúlofaðist unnustanum sínum Cooke Maroney. 

Nicholas Hoult á frumsýningu kvikmyndarinnar Dark Phoenix í vikunni.
Nicholas Hoult á frumsýningu kvikmyndarinnar Dark Phoenix í vikunni. mbl.is/AFP

Hoult er á því að leikararnir í kvikmyndinni séu eins og ein stór fjölskylda. Það sé hlýtt á milli allra leikra sem sumir hverjir hafa starfað saman í allt að níu ár. 

„Góðir“ skilnaðir eru sjaldgæfir í Hollywood og því eru Lawrence og Hoult án efa til fyrirmyndar. 

Leikararnir í X-Men-kvikmyndunum hafa unnið saman í mörg ár. Vel …
Leikararnir í X-Men-kvikmyndunum hafa unnið saman í mörg ár. Vel fór á með þeim Lawrence og Hoult á frumsýningunni. Rich Fury
mbl.is