Hver væri líklegastur til að myrða þig?

Ef þú óttast það að verða myrt ættir þú ekki …
Ef þú óttast það að verða myrt ættir þú ekki að forðast opin svæði, heldur frekar heimilið.

Off Limits er ný þáttarröð á vegum Sky News sem fjallar um erfið málefni sem mikilvægt er að fjalla um. Málefni er varða ástríðuglæpi rata oft á síður fréttamiðla þótt sjaldnar fylgi með fréttunum staðtölur um morð sem framin eru. 

Samkvæmt Off Limits eru morð á konum og körlum ólík. Flestar konur sem láta lífið, falla fyrir hendi ástmanns síns. Flestir karlar sem láta lífið falla fyrir hendi ókunnugs aðila. 

Það áhugaverða og mikilvægasta í þessu samhengi er sú staðreynd, að ef þú spyrð morðingja tíu mínútum fyrir morð hvort hann gæti tekið aðra persónu af lífi, myndi hann væntanlega svara því neitandi. Flestir sem myrða, myrða einu sinni og sjá eftir því seinna. 

Í þættinum kemur fram að enginn er fæddur ofbeldismaður heldur sé það samfélagslegt mein byggt á þeirri hugmynd m.a. að konur tilheyri körlum. 

„Hún lét mig gera þetta. Þetta er henni að kenna.“

5% karla eru myrtir af konunum sínum í Bretlandi. 

Markmiðið með þessari umfjöllun Sky News er að koma á dagskrá málefni sem enginn vill ræða. Til að sporna við ástríðuglæpum og auka meðvitund almennings um staðtölur í þessu samhengi.  mbl.is