Gómaði kærastann í framhjáhaldi

Sophie komst að því að Daniel var að halda fram …
Sophie komst að því að Daniel var að halda fram hjá henni. Pexels

Kona sem kom upp um framhjáhald kærasta síns deilir sögunni af því hvernig hún nappaði hann með fjölmiðlum.

Sophie Sinclair, 23 ára móðir frá Bretlandi, hafði tekið eftir því hvað kærastinn hennar, Daniel, og barnsfaðir var orðinn fjarlægur henni.Hún tók líka eftir því að hann var límdur við símann sinn. 

Sophie fór því á stúfana og skoðaði Facebook-ið hans og komst að því að hann hafði eignast fjölda nýrra vinkvenna í gegnum samfélagsmiðilinn. Hún sá líka að hann hafði verið að senda öðrum konum skilaboð.  

Hún gerði því gerviaðgang á Facebook, fann mynd af stelpu á Google og gaf henni nafnið Daisy. Því næst sendi hún honum vinabeiðni á gerviaðganginum, sem hann samþykkti. Síðan fór hann að senda Daisy skilaboð og vildi fá að hitta hana. 

Sophie var mjög svo brugðið og varð sár og reið. Hún ákvað samt að halda áfram og komast að því hversu langt kærasti hennar myndi ganga, hvort hann ætlaði að halda fram hjá henni með „Daisy.“

„Daisy“ og Daniel mæltu sér mót á bar. Daniel sagði Sophie að hann ætlaði að hitta vini sína þetta kvöld svo hún vissi að hann ætlaði virkilega að fara og hitta þessa konu sem hann hélt hann væri að tala við á Facebook. 

Daniel var næstum því búinn að koma upp um Sophie seinna um kvöldið, þar sem hann vildi fá að tala við hana í síma. Sophie gaf upp símanúmer vinkonu sinnar og svaraði svo símanum með hreim þegar Daniel hringdi. 

Þegar leið á samtalið varð Sophie svo reið að hún kom upp sig. Þá sagðist Daniel hafa vitað allan tímann að þetta væri hún. Sophie sagðist hins vegar sjá í gegnum hann og á endanum viðurkenndi hann að hann hafi ætlað að halda fram hjá henni.

Sophie notaði Facebook til að finna út hvað Daniel var …
Sophie notaði Facebook til að finna út hvað Daniel var að bralla. Pexels
mbl.is