Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

Vinkonan hættir ekki að tala um hvað hún er sæt.
Vinkonan hættir ekki að tala um hvað hún er sæt. Pexels

Það getur verið einstaklega erfitt að eiga vini eða vinkonur sem eru upptekin af sjálfum sér og hvað þau eru falleg. Þessi unga kona var komin með upp í kok af vinkonu sinni á leitaði ráða hjá E. Jean ráðgjafa Elle.

„Besta vinkona mín talar endalaust um hvað hún er falleg. Ég er ekki að grínast. Við getum eytt tveimur klukkutímum saman og fyrri klukkutímann tölum við um hvað hún er sæt í kvöld og seinni klukkutímann tölum við um hvað hún var sæt í gærkvöldi. Já, og á meðan ég man, sérðu hvað hún er sæt á þessari mynd?

Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust. Sannleikurinn er sá að hún er trygglynd, góð, gáfuð, fyndin, metnaðarfull og allt sem góð vinkona er, og hún er líka sæt. Mér leiðist þetta tal um fegurð hennar hryllilega mikið. Get ég skipt um umræðuefni?“

„Mín kæra. Það eru karlmenn sem eiga að upplifa helvíti til að sitja hliðin á fallegri konu. Ekki konur. Segðu henni að troða sokk upp í sig. Í alvörunni. Og gerðu það sem fyrst svo stelpan muni eiga einhverja vini eftir. Næst þegar hún byrjar, klappaðu henni á kollinn og hvíslaði „Guð minn góður! Ég er sammála, þú varst falleg" „Hvað meinarðu með að ég VAR?" segir hún líklegast. Þá brosir þú og segir „Ég vil ekki særa þig, og fyrirgefðu hvað ég er opinská, en ég verð að segja þér það elskan, þú verður venjulegri og venjulegri í hvert skipti sem þú talar um hvað þú ert sæt.“

Vinkonurnar eyða stundum klukkutímum í að ræða hvað önnur þeirra …
Vinkonurnar eyða stundum klukkutímum í að ræða hvað önnur þeirra er sæt. Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál