Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

Sólin getur verið yndisleg en ef fólk er of mikið ...
Sólin getur verið yndisleg en ef fólk er of mikið í sól, getur það verið hættulegt heilsunni. Ljósmynd/Colourbox

Kona sendir inn bréf til Elínrósar Líndal ráðgjafa út af vanda sem hún telur sig vera með. Hún á ekki að vera í sól samkvæmt læknisráði en ræður ekki við sig og fer daglega í sund. 

Sæl.

Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún. 

Síðan núna fer ég á hverjum degi í sund og syndi en ligg síðan stundum í lauginni sem ég á ekki að vera að gera. 

Ég hef verið að fara til tveggja húðlækna í eftirlit, en innst inni finnst mér þetta jaðra við fíkn frekar en eitthvað annað. 

Þetta hefur aðeins lagast með árunum en ég hef áhyggjur af þessu og get ekki alveg verið heiðarleg við læknana mína. 

Kveðja, L

Elínrós Líndal ráðgjafi.
Elínrós Líndal ráðgjafi. Ljósmynd/Saga Sig

Sælar og takk fyrir að senda inn spurninguna. 

Ég hef unnið með skjólstæðingum með þessa áskorun þá aðallega þegar hegðunin snýst um útlit og samþykki frá fólki þessu tengt. Þetta er hliðarfíkn við ástarfíkn að mínu mati, rétt eins og ofuráhersla á vöðva, þyngd og fleira getur orðið vandamál af svipuðum meiði. 

Ef þú ert í sólinni af því þig langar að vera brún en veist að það getur verið þér skaðlegt, þá ertu að lýsa ástandi sem er í anda stjórnleysis. 

Það er áhugaverð vinna að komast á þann stað að verða edrú frá áliti annarra og ég get lofað þér að þú með hvíta og fallega húð er mun huggulegra en þau öldrunaráhrif sem sólin getur haft á húðina. En þetta veistu sjálf og leiðin út úr þessu er að fara í fráhald í 3-4 vikur frá sól og síðan taka samningsbundna tíma og vinna í tilfinningunum sem koma upp á meðan. 

Ef þú hefur kjark til að tala um þetta á heiðarlegan hátt við húðlækninn þinn gæti hann veitt þér stuðning. Þú finnur strax hvort læknirinn hefur skilning á þessu sviði eða ekki. Þú getur einnig leitað til ráðgjafa eins og mín með þessi mál. Ég veit að þegar maður framkvæmir einhverja hegðun gegn sinni eigin bestu vitund, þá liggur vandinn ekki í vanþekkingu heldur frekar á tilfinningasviðinu. 

Undirliggjandi tilfinningar með svona vanda er stundum tilfinningin um að vera ekki nóg, skilyrt ást og fleira sem á rætur að rekja í æsku fólks meira en margt annað. 

Að vinna í meðvirkni getur líka aðstoðað á svona sviði. En takk fyrir að senda inn þessa fyrirspurn. Þú ert ekki eina manneskjan með þennan vanda. 

Gangi þér sem allra best. 

Kveðja, Elínrós Líndal

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

05:00 Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

Í gær, 22:00 Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

Í gær, 16:30 Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

Í gær, 13:00 Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

í gær Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

í gær Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

í fyrradag Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

í fyrradag Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

í fyrradag Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

16.7. Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

16.7. Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

15.7. Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

15.7. „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »

Plástur með gimsteinum reddaði dressinu

15.7. Busy Philipps hruflaði á sér hnéð skömmu fyrir viðburð en stílistinn hennar lét útbúa plástur með gimsteinum svo þær þyrftu ekki að velja nýtt dress. Meira »

Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

15.7. Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. Meira »

Íslensku piparsveinarnir sem gengu út

15.7. Það þarf enginn að skammast sín að vera á listanum yfir eftirsóknarverðustu piparsveina landsins, því meirihlutinn af þeim sem hafa verið á listum Smartlands síðustu ár eru gengnir út. Meira »

Algeng hönnunarmistök í stofunni

15.7. Hvort sem stofan er lítil eða innistæðan á bankareikningnum lág þarf stofan ekki að líta út fyrir að vera ódýr.   Meira »

Kjóll með eigin Instagram

14.7. Þessi kjóll frá Zöru er svo vinsæll að hann er kominn með sinn eigin Instagram-reikning.  Meira »

Flestir fá það í trúboðanum

14.7. Stundum er einfaldasta leiðin besta leiðin og það virðist eiga við í svefnherberginu.   Meira »

Framhjáhaldsskandalar tortímdu pörunum

14.7. Beyoncé og Jay-Z eru kannski enn saman þrátt fyrir ótrúnað rapparans en það eru ekki öll sambönd í Hollywood sem standast álagið sem fylgir framhjáhaldi. Framhjáhöldin eru fjölmörg en sumir skandalar hafa verið stærri en aðrir. Meira »

Styrkir mæðgnasambandið að stússa í þessu

14.7. Mæðgurnar Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir hafa einstakan áhuga á garðyrkju, en sú síðarnefnda nam kúnstina af móður sinni sem kom henni á sporið í garðinum við fyrrverandi ættaróðal... Meira »