Hvað segir sófinn um sambandið?

Það er mikil nánd í samböndum þeirra sem sitja svona …
Það er mikil nánd í samböndum þeirra sem sitja svona í sófanum. mbl.is/Colourbox

Dr. Georgina Barnett, sérfræðingur í líkamstjáningu, greindi nýlega sjö vinsæla stellingar sem pör sitja í á sófanum. Hún segir að það geti gefið okkur vísbendingar um hvernig sambandið er. Rannsóknin leiddi í ljós að algengast var að fólk sæti hvort í sínum sófanum eða um 37% para. Næstvinsælast er að annar einstaklingurinn hvíli fætur sína í fangi hins eða um 20% para. 18% sitja upp við hvort annað og snertast en eru ekki að kúra.

Hvort í sínum sófanum – 37%

Þessi stelling er algeng á meðal para sem hafa verið lengi saman en hún gefur ekki til kynna að það sé eitthvað að í sambandinu. Heldur gefur það til kynna að parið þekki hvort annað vel og þau séu orðin mjög vön hvort öðru. Það getur líka þýtt að þið lifið aðskildu lífi að stórum hluta.

Fætur í fanginu – 20%

Sá sem hefur fæturna í fanginu á maka sínum er yfirleitt sá sem er með yfirhöndina í sambandinu. Þessi stelling þýðir líka yfirleitt að fólk sé hamingjusamt í sambandinu og finnist þægilegt að vera í kringum hvort annað.

Hlið við hlið, en ekki að kúra – 18%

Þetta er stellingin sem hamingjusöm pör sitja oftast í. Þau treysta maka sínum og býður þessi stelling upp á nánd ásamt frelsi.

Sitja hvort sínu megin í sófanum – 16%

Þessi stelling getur þýtt að það eru vandamál í sambandinu og að þið séuð kannski að mótmæla hvort öðru eða í miðju rifrildi. Ef það er ekkert rifrildi í gangi getur þessi stelling þýtt að þið hafi vaxið frá hvort öðru, sérstaklega ef þið sátuð einu sinni þétt upp við hvort annað.

Að kúra saman í öðru horni sófans – 12%

Það er mikil nánd í samböndum þeirra sem sitja svona í sófanum. Þessi stelling getur einnig gefið til kynna hvort ykkar er með yfirhöndina í sambandinu. Manneskjan sem situr í horninu er yfirleitt með yfirhöndina. Sú sem liggur ofan á henni gæti fundið fyrir óöryggi og er að leita að nánd.

Kúra í miðju sófans – 9%

Þessi staða er sú sem mjög ástfangin pör sitja í. Það er jafnræði í sambandinu og raunveruleg tenging. Pör sem ekki hafa verið lengi saman eru líkleg til að vera í þessari stöðu, sérstaklega þegar ástríðan er mikil.

Að kúra saman í öðru horni sófans með fæturna bogna – 8%

Í þessari stellingu er sá sem er með bogna fætur að leita að nánd. Sá sem situr í horninu er einnig með yfirhöndina í þessu sambandi. Þeir sem eru óöruggir í sambandinu eiga það oft til að liggja svona. Sá sem er með bogna fætur liggur hálfpartinn í fósturstellingunni og táknar það að hann er óöruggari.  

Hvernig situr þú á sófanum með maka þínum?
Hvernig situr þú á sófanum með maka þínum? mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál