Af hverju gerum við þetta ekki öll?

Hægt er að skoða sambandssamning Mr. & Mrs. Wonder á …
Hægt er að skoða sambandssamning Mr. & Mrs. Wonder á samfélagsmiðlum. Ekkert samband er ævintýri. Það þarf skýran ramma og reglur og síðan markmið fyrir framtíðina að láta hlutina ganga upp.

Það er áhugavert að fylgjast með hvernig fólk víðs vegar um heiminn ákveður að setja sig í samband með öðrum. Eitt af því sem hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu er sú staðreynd að þótt fólk fari í samband þarf það ekki að taka tilfinningalega ábyrgð á þeim aðila sem það ákveður að elska. 

Eitt af því sem öll pör ættu að gera í upphafi sambanda er að gera samning um hvað þau vilja stofna til. Ef forsendan fyrir góðu lífi er að vera í góðum samskiptum við maka, ætti ekki að vera langsótt að setja niður á blað nokkra hluti sem tilheyra þeim samningi. 

Mr. & Mrs. Wonder gera þetta vel að mínu mati. Enda er Amber Rae einn áhugverðasti einstaklingur þegar kemur að persónulegum þroska í dag að mínu mati. 

Hverjar eru reglur sambandsins? Hver eru sameiginleg gildi þess sem deila ást saman?

View this post on Instagram

✨ Our Core Values ✨ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ Stepping into marriage, we wanted to create core values that would guide our relationship and decision-making. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ We started by listing all the values that felt important to us, and wrote about 20 down. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ Then, we narrowed them down by asking, “When did we feel most ourselves, and what value were we living?” and “When did we feel most challenged, and what value did we turn to (or could have turned to) to get through it?” ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ That led us to this list. For each value, we included a statement of what living that value looks like for us. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ Tip: For certain values, like freedom (which was on an earlier list), we used the “5 Whys” exercise to get to the heart of why freedom is important and what it feels like to us. That led us to “authentic self-expression.” When we express ourselves authentically, we are and feel free. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ What are your core values?

A post shared by Mr. & Mrs. Wonder (@mrandmrswonder) on Jun 23, 2019 at 10:27am PDT

Að setja inn í gildi sambandsins skilyrðislausa ást, ábyrgð á eigin gjörðum og markmiðið að vera maður sjálfur er góð hugmynd að mínu mati. Eins er mikilvægt að skilgreina hvernig farið verður með fjármuni innan sambandsins, ber hver aðili ábyrgð á sér að þessu leyti eða verður skipulagið með öðrum hætti?

Það sem er áhugavert að gera reglulega er að taka stöðuna á hversu vel gengur að framfylgja sambandssamningi sem þessum. Fólk kemur misvel búið inn í sambönd og sumir hafa litla sem engar fyrirmyndir á þessu sviði.

Eins er áhugvert að velta fyrir sér af hverju fólk fer ekki í ráðgjöf í upphafi sambands í staðinn fyrir að enda sambönd á síðustu stundu með reddingum. 

Ef það telst sjálfsagður hlutur að setja sér markmið tengt vinnu. Að setja markmið þegar kemur að fjármunum og framtíðinni. Þá af hverju ekki tengt samböndum líka?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál