Er skilnaðarkynlíf góð hugmynd?

Í einstaka tilfellum getur verið góð hugmynd að stunda kynlíf …
Í einstaka tilfellum getur verið góð hugmynd að stunda kynlíf við sambandsslit. mbl.is/Thinkstockphotos

„Bara einu sinni enn,“ er eitthvað sem fólk sem er að hætta saman kann að hugsa þegar það ákveður að stunda kynlíf við sambandsslit. Skilnaðarkynlíf getur þó verið afar erfitt og getur gert fólki enn erfiðara fyrir, svona af því að hætta í sambandi er ekki nógu erfitt. Sambandsráðgjafinn Holly Richmond reyndi að svara hinn flóknu spurningu á vef Health hvort sniðugt væri að stunda skilnaðarkynlíf. 

Richmond sagði að þegar ósætti er um að ræða gæti verið betra að sleppa því að stunda kynlíf í síðasta skipti. Manneskjan sem vill ekki enda sambandið er líkleg til þess að hugsa: „Sjáðu hversu frábært þetta er. Ertu viss um að þú viljir fara frá mér?“ Þessar aðstæður gera sambandsslitin enn erfiðari. Richmond segir það ekki ólíklegt að ósátt verði lengur að jafna sig eftir sambandsslit ef skilnaðarkynlíf á sér stað. Kynlífið kann að veita tímabundna sælu en þegar fólk er komið í fötin og farið í sitthvora áttina er það enn ruglaðra í ríminu. 

Annað er upp á teningnum þegar fólk er sammála um sambandsslitin. Þessi staða kann að hljóma eins og í ævintýri en fólk hættir til dæmis saman vegna þess að það er að flytja langt í burtu eða annar einstaklingurinn vill barn en hinn ekki. Richmond segir að í þessum aðstæðum getur skilnaðarkynlíf verið góð hugmynd og fallegur endir á sambandi. 

Að mati sérfræðings er skilnaðarkynlíf ekki góð hugmynd þegar fólk …
Að mati sérfræðings er skilnaðarkynlíf ekki góð hugmynd þegar fólk er ekki sammála um sambandsslitin. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál