Hræðilegar sambandsslitasögur

Sambandsslit eru erfið en það er óþarfi að gera þau …
Sambandsslit eru erfið en það er óþarfi að gera þau erfiðari en þau eru nú þegar. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er sjaldnast auðvelt að hætta með maka sínum. Sambandsslitin geta þó verið auðveldari ef fólk á í góðum samskiptum og talar saman. Reddit-notendur lýstu í þræði hræðilegum sambandsslitum á vefsíðunni á dögunum og má læra ýmislegt af mistökum sem fólk gerði í reynslusögunum sem fólk lýsti.  

„Við skulum bara vera vinir,“ sagði eiginkona til 13 ára við manninn sinn á næturklúbbi eftir dekurdag. Að hans sögn var sambandið í góðu lagi og höfðu þau stundað kynlíf sex klukkutímum áður en barnsmóðir hans sagði honum upp. 

Annar maður fékk ekki jafnmarga klukkutíma til þess að jafna sig eftir kynlíf. 

„Hún sagði mér að hún vildi ekki vera gift mér lengur þegar við vorum að ná andanum eftir kynlíf,“ lýsti annar maður. 

„Hann hljóp bókstaflega í burtu,“ lýsti netverji sem greindi frá því að hann hafi heyrt hurðarskell á meðan hann var að setja ísinn í frystinn. 

Annar netverji komst að því að sambandið væri búið þegar maki hans var kominn í samband með öðrum einstaklingi á Facebook. 

„Hún hélt fram hjá mér með fimm mismunandi konum á tíu dögum. Á meðan var ég á spítala í aðgerð á heila. Hún hætti með mér tveimur dögum eftir að ég kom heim af spítalanum, á jóladag heima hjá foreldrum hennar.“

Staður og stund skipta máli þegar ákveðið er að segja …
Staður og stund skipta máli þegar ákveðið er að segja manneskju upp. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is