Notalegasta kynlífsstellingin

Skeiðin er notalegasta kynlífsstellingin.
Skeiðin er notalegasta kynlífsstellingin.

Það getur verið mikið strit og púl að stunda kynlíf og er það allt og gott og blessað fyrir þá sem það kjósa. Stundum eruð þið samt kannski ekki í stuði fyrir að stunda lostafullt og sveitt kynlíf og þá er skeiðin ákjósanlegasti kosturinn. 

Skeiðin hefur þá kosti að þið liggið bæði og eruð mjög nálægt hvort öðru. Það er líka hægt að leika sér smá í þessari stellingu og nota fingurna til að örva snípinn. 

Skeiðin er mjög saklaus og krúttleg stelling en gleymist mjög oft og er oft ekki talin vera „almennileg“ kynlífsstelling. Hún er hins vegar mjög góður kostur ef þið eruð bæði þreytt en viljið samt eiga innilega stund með maka ykkar. 

Stundum nennir fólk ekki að stunda sveitt kynlíf.
Stundum nennir fólk ekki að stunda sveitt kynlíf. Colourbox
mbl.is