Flestir fá það í trúboðanum

Trúboðinn stendur fyrir sínu.
Trúboðinn stendur fyrir sínu. mbl.is/Thinkstockphotos

Þó hinar ýmsu kynlífsstellingar geti veitt okkur unun og nánd þá er ekki þar með sagt að það sé auðvelt að fá fullnægingu í þeim öllum. Það virðist að einfaldasta leiðin sé besta leiðin.

Samkvæmt nýrri könnun segja 48% kvenna og rúmlega þriðjungur karla að það sé auðveldast að fá fullnægingu í trúboðastellingunni. Þátttakendur sögðu einnig að kynlífið standi lengur yfir í þessari stellingu og því meiri líkur á að ná fullnægingu.

Þó að trúboðastellingin virki leiðinleg og óspennandi þá er ýmislegt hægt að gera til að krydda upp á hana og gera hana enn betri fyrir alla aðila. 

Á milli 16 og 18% þátttakenda af öllum kynjum sögðu þó að hundastellingin væri betri en trúboðastellingin svo ef trúboðastellingin er ekki að skila sínu, prófið að skipta yfir í hundastellinguna. Ef þið fáið leið á henni þá eru hér nokkur ráð til að fá meira út úr hundastellingunni. 

Einfaldasta leiðin er stundum besta leiðin.
Einfaldasta leiðin er stundum besta leiðin. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is