Flest pör kynnast á netinu

Flest pör kynnast í gegnum netið.
Flest pör kynnast í gegnum netið. mbl.is/Thinkstockphotos

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var við Stanford-háskólann í Bandaríkjunum kemur í ljós að flesti pör kynnast á netinu. 

Rannsóknin var birt í gær en í henni kemur fram að vinsælasta leiðin til að kynnast maka sínum hjá gagnkynhneigðu fólki í Bandaríkjunum er í gegnum í netið. Þetta er í fyrsta skipti sem sú leið er vinsælli en að kynnast í gegnum sameiginlega vin.

Hlutfallið af þeim sem kynnast í gegnum þriðja aðila, t.d. fjölskyldumeðlim eða vin hefur lækka. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar tekur Internetið við hlutverkum sem fjölskylda og vinir höfðu.

Blaðamaður The Atlantic í Bandaríkjunum deildi niðurstöðunum á samfélagsmiðlinum Twitter og svöruðu margir honum með sögum af hvernig þeir kynntust maka sínum. Ein sagði að það væri erfitt fyrir fólk sem ynni mikið að finna sér maka þegar það má ekki vera í sambandi með samstarfsfólki sínu. 

Miðað við þessar niðurstöður ættu lesendur Smartlands að fara dusta af Tinder-reikningnum og hefja makaleitina fyrir alvöru.

Skelltu þér á Tinder í kvöld, þú gætir orðið heppin/nn.
Skelltu þér á Tinder í kvöld, þú gætir orðið heppin/nn. GoTinder
mbl.is