Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

Lótusstellingin veitir mikla nánd.
Lótusstellingin veitir mikla nánd. Thinkstock / Getty Images

Kynlífsstellingar eru jafn misjafnar og þær eru margar. Við fáum mismunandi hluti út úr mismunandi stellingum og er ekki víst að allir séu sammála um hvað er besta stellingin. Til dæmis er trúboðastellingin algengust og það er einnig líklegast að konur fái fullnægingu úr trúboðastellingunni. 

Hundastellingin er einnig vinsæl, en hún veitir ekki mikla nánd, þar sem annar aðilinn snýr baki í hinn á meðan kynlífinu stendur. Fyrir þá sem vilja meiri nánd og vilja ná augnsambandi þá er lótus-stellingin hin fullkomna stelling. 

Lótusinn er þó ekki fyrir alla og er mælt með því að liðka sig til áður en maður fer að stunda hana. Það þarf þó ekki mikið meira en nokkra jóga-tíma til þess að gera þessa stellingu þægilega fyrir ykkur. 

Lótus-stellingin er nefnilega ekki svo ósvipuð lótus-stöðunni sem kennd er í jógatímum. En hvernig á að framkvæma hana? 

Karlinn situr með krosslagða fætur og konan ofan á honum og krosslegur fæturna fyrir aftan hann og hvílir þá á gólfinu eða rúminu. Manneskjan sem er undir þarf að vera nógu sterk til að halda fullum þunga hinnar manneskjunnar. Manneskjan sem er ofan á ruggar sér svo fram og aftur og notar styrkinn úr mjöðmunum til þess.

Þessi stelling snýst meira um að njóta innilegrar stundar með maka þínum frekar en að hamast á fullu. 

Lótusstellingin snýst meira um að eiga nána stund heldur en …
Lótusstellingin snýst meira um að eiga nána stund heldur en að hamast á fullu. mbl.is/AFP
mbl.is