8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

Leyfðu maka þínum að kyssa og kanna líkama þinn með …
Leyfðu maka þínum að kyssa og kanna líkama þinn með bundið fyrir augun. mbl.is/Thinkstockphotos

Sumarfríið er góður tími til að stunda kynlíf en kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox greinir frá því á vef Daily Mail að flest pör stundi meira og betra kynlíf þegar þau eru í fríi. Ástæðan er líklega slökunin, meiri tími og kokteilarnir. Það er því tilvalið að krydda kynlífið í sumarfríinu með nýjum aðferðum sem Cox mælti meðal annars með. 

Nudd án handa

Cox stingur upp á því að í nota brjóst og efri líkama til þess að nudda bak maka. Eftir bakið má reyna að nudda allan líkama maka síns með því að nota allan líkamann og nudda sér upp við makann. 

Tásusleikur að hætti Fergie

Sarah Ferguson, fyrrverandi tengdadóttir Elísabetar Bretadrottningu, var gripin glóðvolg við að láta sleikja á sér tærnar nokkrum mánuðum eftir að hún og Andrés prins tilkynntu um skilnað sinn. Cox mælir með að prófa það sem kom Fergie á forsíður blaðanna og láta maka sinn sleikja á sér tærnar og bilið á milli tánna. 

Skildu nærfötin eftir heima

Farðu út án nærfata, það er ekki bara þægilegt í hitanum á sólarströnd heldur einnig kynþokkafullt. Cox mælir með því að konur taki í hönd maka síns og leyfi honum að finna þannig fyrir því að nærfötin „gleymdust“.

Kynlífslisti

Svokallaðir „to do-listar“ þurfa ekki að vera leiðinlegir í fríinu. Cox mælir með því að fólk skrifi niður eitthvað nýtt sem báðir aðilar vilja prófa. Það eru tímamörk enda þarf að vera búið að prófa þetta nýja fyrir ákveðnar dagsetningar. 

Fyrir framan glugga 

Fyrir þá hugrökku mælir Cox með að stunda kynlíf fyrir framan glugga með gluggatjöldin uppi. Ef það er nótt og alveg dimmt er hægt að láta lampa skína þannig sjáist í skuggamyndir. 

Gluggagægir

Cox mælir með því að fólk standi alveg nakið fyrir framan spegil. Annar aðilinn er með bundið fyrir augun en hinn horfir á meðan sá sem er með bundið fyrir augun kyssir og kannar líkama maka síns. Hægt er að skiptast á að vera á gægjum

Bleyta bolinn

Cox mælir með því að konur fari án brjóstahaldara í bol og helli síðan óvart á sig vatni til þess að sýna brjóstin almennilega. Segir hún þetta vara kynþokkafyllra heldur en ber brjóst þar sem þar er eitthvað leyndardómsfullt að sjá glitta í það sem er undir fötunum. 

Fjölbreytileiki

Þar sem dagskrá fólks er ekki eins og flesta aðra daga þegar það er í fríi mælir Cox með því að stunda kynlíf á mismunandi tímum dags. 

Þú ert í fríi og getur stundað kynlíf hvenær sem …
Þú ert í fríi og getur stundað kynlíf hvenær sem er sólahringsins. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is