Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

Þetta snýst allt um samviskusemi.
Þetta snýst allt um samviskusemi. mbl.is/Thinkstockphotos

skipuleggja hvenær þið stundið kynlíf hljómar kannski ekki mjög kynþokkafullt, en það virkar ef marka má niðurstöður rannsóknar í Journal of Sex Research. 

Samkvæmt rannsókninni eru þeir sem eru duglegri á Google Calender ánægðari með kynlífið sitt. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að þeir sem senda út boð tímanlega og eru stundvísir eru ánægðari í svefnherberginu. 

Þessar niðurstöður hljóma undarlega ekki satt? Hvað hefur stundvísi með kynlíf að gera? Vísindamennirnir að baki rannsókninni segja að sameiginlegur snertiflötur sé samviskusemi. Þeir sem eru samviskusamari eru ánægðari með kynlífið. 

Í rannsókninni voru þátttakendur beðnir um að lýsa persónuleika sínum og persónuleika maka síns. Þeir sem skoruðu hátt í samviskusemi sögðu frá fæstum vandamálum í svefnherberginu. 

Samviskusemin leiðir það af sér að fólki finnst það bera skyldu til að hlúa vel að þörfum maka síns og leysa allan ágreining sem fyrst. Það af sjálfu sér leiðir til betra kynlífs. 

Hvernig væri að bæta kynlífi við í dagatalið?
Hvernig væri að bæta kynlífi við í dagatalið? Pexels
mbl.is