Er vesen í svefnherberginu?

Kannski er lausnin að sofa hvort í sínu rúminu.
Kannski er lausnin að sofa hvort í sínu rúminu. mbl.is/Getty Images

Það er ýmislegt hægt að gera til að bæta kynlífið. Sumir krydda það með hinum ýmsu erótísku stellingum eða fjárfesta í hjálpartækjum. Samkvæmt nýlegri könnun er einnig hægt að fara óhefðbundna leið og hætt að sofa í sama rúmi.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sofa þrjú pör af hverjum tíu hvort í sínu rúminu flestar nætur. 34% segja að það hafi bætti kynlífið þeirra 38% segja að það hafi bætt sambandið yfir höfuð. 

Þegar við skoðum vísindin á bak við þetta getur þetta vel komið heim og saman því ein af afleiðingunum að sofa vel er meiri kynhvöt. Góður svefn minnkar líka stress og bætir skapið, sem bæði leiðir af sér meiri kynhvöt. Fólk sem er vel úthvílt leyfir maka sínum líka ekki að fara jafn mikið í taugarnar á sér. 

Að sofa hvort í sínu rúminu, hvað þá herberginu, getur haft sína galla líka. Þá kúrið þið sjaldnar og missið af stundum með hvort öðru í svefnherberginu. Við öllum vandamálum er hægt að finna lausn og því gætuð þið ákveðið nætur þar sem þið sofið saman eða skriðið upp í til hvort annars á morgnana. 

Þið getið vel skriðið upp í hjá maka ykkar stöku …
Þið getið vel skriðið upp í hjá maka ykkar stöku sinnum. Skjáskot The Telegraph
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál