Unnustinn með engan áhuga á kynlífi

Maðurinn sýnir ekki konunni sinni kynferðislegan áhuga.
Maðurinn sýnir ekki konunni sinni kynferðislegan áhuga. Ljósmynd/Thinkstockphotos

„Ég elska unnusta minn. Hann er góður, umhyggjusamur og fær mig til þess að brosa og hlæja. Við ætlum að gifta okkur á næsta ári en eitt atriði hættir ekki að trufla mig, kynlífið okkar. Það var aldrei frábært, til að byrja með átti hann í vandræðum með úthald en nú höfum við aðeins stundað kynlíf einu sinni á sjö mánuðum. Ég hef reynt að tala við hann en hann neitar að tala um þetta og það gerir þetta bara verra. Ég horfi á aðra menn og dreymir þá stundum. Þarf ég að venjast kynlífslausu lífi?“ Skrifaði kona sem leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ráðgjafinn bendir konunni á að margir taki meðvitaða ákvörðun um að vera í kynlífslausu hjónabandi. Hann skilur þó sem svo að kynlíf sé konunni mikilvægt og hún verði að taka ákvörðun. 

„Kynferðisleg tenging þín við unnusta þinn batnar ekki af sjálfu sér. Reynið að endurvekja kynferðislega löngun ykkar í hvort annað til að byrja með. Farðu varlega. Hann vill líklega ekki tala um þetta af því honum finnst það vandræðalegt, skammast sín eða er ruglaður. Án þess að kenna honum um eða skamma hann hjálpaðu honum að skilja hversu mikilvægt það er að tala um þetta og ekki taka nei fyrir svar. Þetta þýðir ekki að þú eigir að setja honum afarkosti. Nálgastu hann skilningsrík með ást að vopni og fullvissaðu hann um að það sé hægt að laga þetta. Það eru margar ástæður fyrir áhugaleysi og úthaldsleysi hans. Að eiga í vandræðum með að halda reisn eða fá það of snemma eru algeng vandamál sem hægt er að vinna í. Kannski þjáist hann af stressi eða einhverju sem drepur ástríðuna eins og þunglyndi eða kvíða. Hann gæti einnig verið á lyfjum sem hafa áhrif á kynlöngun hans. Þið þurfið að vinna sem eitt til þess að finna út úr þessu. Þú hefur látið þig hafa þetta lengi og ég skil ekki af hverju. Sumt fólk telur að það eigi ekki skilið að fá kynferðislegum löngunum sínum fullnægt og skuldbinda sig og gera málamiðlanir sem leiðir til óhamingju. Ert það þú? Þú verður að ákveða það,“ skrifar ráðgjafinn. 

Fólkið stundar lítið sem ekkert kynlíf.
Fólkið stundar lítið sem ekkert kynlíf. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál