Sambandsráð Juliu Roberts

Julia Roberts er góð í að halda einkalífi sínu fyrir …
Julia Roberts er góð í að halda einkalífi sínu fyrir sig. Hún hefur verið með sama manninum í 17 ár. mbl.is/AFP

Leikkonan Julia Roberts hefur lært sitthvað um listina að elska. Hún hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum sem fjalla einmitt um ástina. Sjálf hefur hún verið í hjónabandi með eiginmanni sínum, kvikmyndatökumanninum Daniel Moder í 17 ár. Þau eiga þrjú börn saman, en samkvæmt nýjustu fréttum virðast þau vera að íhuga að ættleiða fjórða barnið saman. 

Hér er það sem hún hefur sagt um ástina:

„Ég trúi því að sumt fólk sé tengt í gegnum hjartastöðina. Ef fólki er ætlað að vera saman þá skiptir ekki máli hvað þú gerir, hver þú ert eða hvar þú býrð. Það eru engin mörk, engar hindranir.

Ég var mjög sjálfselsk og hugsaði bara um mig þar til ég fann mína persónu í lífinu. Þegar ég hugsa um hvað gerir lífið mitt að mínu lífi og hvað er að virka í lífinu mínu er það sú staðreynd að ég fann minn félaga í eiginmanni mínum.“

Julia Roberts er þekkt fyrir það að vera rausnarleg og að leggja á sig hluti til að sameina fjölskylduna. Hún hefur keypt eignir á allskonar stöðum, hund og farið í ferðalög til að sameina fólkið sem skiptir hana mestu máli. Eins talar hún alltaf fallega um maka sinn og sýnir honum þá virðingu sem henni finnst mikilvægt að karlmenn fái í samböndum, hvort sem þeir skapi meiri tekjur en eiginkonurnar. Það finnst henni algjört aukaatriði. 

View this post on Instagram

Oh Summer, thank you! You made us happy and brave. We embraced every moment of sun drenched JOY ☀️ #familytime

A post shared by Julia Roberts (@juliaroberts) on Sep 3, 2018 at 9:31pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál