Kynlífs-tékklisti hristir upp í kynlífinu

Stundum þarf að hrista upp í hlutunum.
Stundum þarf að hrista upp í hlutunum. mbl.is/Thinkstockphotos

Það hljómar kannski klisjukennt en kynlífs-tékklisti er einmitt það sem þig vantar í kynlífið þitt ef lífið í svefnherberginu er orðið goslaust. Þá getið þið bæði prófað eitthvað nýtt, jafnvel eitthvað sem ykkur hefur lengi langað að prófa en kannski ekki þorað að nefna við maka ykkar. 

Mesta snilldin við tékklista er að hann getur tekið pressuna af kynlífinu. Hver stund sem þið njótið saman í svefnherberginu þarf ekki að vera magnþrungin og spennandi, en með tékklistanum takið þið frá stundir þar sem þið hleypið smá spennu í kynlífið.

Góðar hugmyndir sem hægt er að setja á listann eru til dæmis:

  • Hlutverkaleikir
  • Bindileikir
  • Tantra-kynlíf
  • Leikföng
  • Erótískt nudd
Það er hægt að setja ýmislegt á tékklistann.
Það er hægt að setja ýmislegt á tékklistann. Ljósmynd/Colourbox
mbl.is