„Ég skil ekki hví hann hætti að drekka“

Það er ýmislegt sem getur komið upp á í lífinu. …
Það er ýmislegt sem getur komið upp á í lífinu. Þegar börnin okkar veikjast getur verið nauðsynlegt að taka þátt í batagöngu þeirra. mbl.isl/Thinkstockphotos

Kona sendir Elínrós Líndal, einstaklings- og fjölskylduráðgjafa, erindi þar sem hún spyr hvort hún þurfi að taka þátt í batagöngu sonar síns sem hætti að drekka fyrir nokkrum árum. 

Sæl.

Ég er með stórt mál að bera undir þig. Málið er að sonur minn drakk áfengi nokkrum sinnum á ári og fannst hann hafa litla stjórn á því. Hann tók upp á því að fara í meðferð og hefur nú í nokkur ár verið án þess. 

Mér finnst hann dásamlegur drengur, eins og venjulega, og skil ég ekki þessa ákvörðun hans. 

Nú er hann að tala um að það sé sjúkdómur í fjölskyldunni og ég verði að leita mér að aðstoð þar sem hann segir mig meðvirka.

Mig langar lítið að skipta mér af þessu hjá honum. En hann vill meina að ég sé partur af þessu öllu. 

Nú er ég í góðri vinnu og vil síður vera að merkja mér eitthvað svona. 

Er eitthvað annað sem ég get gert til að styðja við hann, eitthvað einfalt sem hann mun sætta sig við eða mun þetta kannski rjátlast af honum?

Kveðja ein ráðþrota. 

Elínrós Líndal, einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal, einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. Ljósmynd/Saga Sig

Sæl ráðþrota. 

Til lukku með drenginn. Mér finnst virkilega vel af sér vikið hjá honum að skoða þessi mál og hef heyrt fjöldann allan af svona dæmum. Þar sem fólki líður ekki vel með drykkjuna sína og ákveður að taka ábyrgð á því með því að leita sér aðstoðar. 

Alkóhólismi er sjúkdómur. Ef sonur þinn væri að kljást við einhvern annan sjúkdóm og þér myndi bjóðast að fara í stuðningshóp þar sem þú gætir verið meira til staðar, myndir þú skoða að gera það?

Fólk sem er að kljást við fíkn getur verið með mikinn vanmátt og vanlíðan, þrátt fyrir að neysla þess sé ekki orðin dagleg eða þannig að foreldrar sjái að eitthvað sé að. Ég held að margir séu einmitt í þeim sporum að vita lítið um neyslu barna sinna, sér í lagi ef þau eru fullorðin og flutt að heiman. 

Mér finnst vottur um mikla sjálfsvirðingu að setja álit annarra til hliðar í svona málum og stíga það skref að treysta. Sama við hvað þú vinnur, þá getur það ekki gert neitt nema gott fyrir þig að auka við þig þekkingu. 

Þegar kemur að fordómum í samfélaginu gef ég lítið fyrir slíkt. Að standa með sér sjálfum og sínum er eitthvað sem er sjálfsagt. Þú munt án efa finna að það verður fólk í kringum þig sem mun stíga til hliðar þegar þú skoðar þessi mál hjá þér, verður kannski minna meðvirk og stígur inn í að verða besta útgáfan af þér með syni þínum. Síðan verður fólk sem mun standa þér við hlið og sýna að það elskar þig og þína, án skilyrða. 

Það er fólkið sem þú vilt hafa með þér í þessu lífi. 

Ekki dæma þig. Þú getur sem dæmi byrjað á að finna þér góðan sérfræðing að vinna með. Það eru margir fagaðilar með reynslu af svona málum. Eins getur þú fundið þér góða bók um meðvirkni. 

Kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál