Algengustu ástæðurnar fyrir sambandsslitum

Bradley Cooper og Irina Shayk hættu saman fyrr á þessu …
Bradley Cooper og Irina Shayk hættu saman fyrr á þessu ári. AFP

Ef þú hefur einhvern tímann hætt með manneskju eða fylgst með sambandsslitum í gegnum náinn vin eða ættingja veistu að það getur tekið langan tíma að hætta í sambandi. Í mörgum tilfellum eru sambandsslitin búin að liggja í loftinu lengi. 

Í niðurstöðum rannsóknarteymis við háskólann í Utah kemur fram að þrjár algengustu ástæðurnar fyrir að fólk ákveður að hætta saman eru persónuleiki makans, brot á trausti eða að hin manneskjan hafi fjarlægst.

Þessar niðurstöður áttu bæði við þau pör sem voru bara í sambandi og hjón. Í rannsókninni var skoðað af hverju fólk ákveður að hætta saman og af hverju það ákveður að vera saman. 

Þegar niðurstaðan var að pör eða hjón ætluðu að halda sambandi sínu eða hjónabandi áfram voru svörin ekki eins á milli hópa. 

Pör sem höfðu verið í sambandi að meðaltali í tvö ár og ákváðu að vera saman töldu upp rómantískar ástæður eins og tilfinningalega nánd og persónuleika makans. Þau sem voru gift og ákváðu að vera saman sögðu að fjárfestingar, ábyrgðarskylda gagnvart fjölskyldunni og hræðsla við óvissu væru helstu ástæðurnar.

Miley Cyrus og Liam Hemsworth eru nýhætt saman eftir 10 …
Miley Cyrus og Liam Hemsworth eru nýhætt saman eftir 10 ára samband. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál