Ekki sleppa þessu í forleiknum

Ekki gleyma upphandleggjunum.
Ekki gleyma upphandleggjunum. mbl.is/Thinkstockphotos

Stór hluti af því að stunda kynlíf er forleikur og segja sumir að það sé besti hlutinn. Fimmtán mínútur af forleik geta kryddað kynlífið og gert það enn betra. 

Í forleiknum er gaman að prófa sig áfram með af hverju bólfélagi þinn er hrifinn. Hér eru nokkrir staðir sem þér dettur kannski ekki strax í hug að leika við en eru ótrúlega næmir. Undir venjulegum kringumstæðum hljómar kannski undarlega að örva þessi svæði en þegar hitnar í kolunum eru þetta bestu staðirnir. 

Innan á upphandleggnum 

Það kítlar kannski smá en getur verið mjög örvandi að renna tungunni létt innan á upphandleggnum og niður að olnbogabótinni þar sem húðin er mjög þunn.

Í kringum augun

Að kyssa augnlokin og strjúka létt yfir augabrúnirnar og gagnaugun getur verið mjög kynörvandi. 

Viðbeinin

Viðbeinin eru mjög kynæsandi og örvandi staður. Notaðu tunguna á þennan stað.

Tærnar

Það er kannski best að spyrja um leyfi áður en þú leikur við tærnar á bólfélaga þínum, til að forðast að fá spark í andlitið. En ef hann leyfir það getur það veitt honum mikla ánægju.

Hársvörðurinn

Í hársverðinum er fullt af taugaendum sem örvast við snertingu.

Aftan á hálsinum og herðunum

Úr hársverðinum getur þú farið beint niður á hálsinn og bakið. Ef félagi þinn er til í það getur smá nart hækkað hitastigið.

Forleikur getur hækkað hitastigið.
Forleikur getur hækkað hitastigið.
mbl.is