Fimm stellingar fyrir stóra menn og litlar konur

Er hæðin að trufla þig í kynlífinu?
Er hæðin að trufla þig í kynlífinu? mbl.is/Thinkstockphotos

Mikill hæðarmunur á pörum kemur sér ekki alltaf vel. Það getur til dæmis verið erfitt fyrir lágvaxnar konur að kyssa hávaxna menn. Fólk verður að sníða sér stakk eftir vexti og eins og Women's Health greinir frá eru til margar góðar kynlífsstellingar fyrir stóra menn og litlar konur. 

Fimm eftirfarandi stellingar eru meðal annars sagðar góðar fyrir litlar konur. 

Ofan á borði

Maðurinn stendur en konan liggur ofan á borði eða einhverju öðru. Stellingin virkar vel vegna þess að fólk er í sömu hæð og ekki skemmir möguleiki á augnsambandi fyrir. 

Skeiðin

Að kúra og stunda kynlíf liggjandi á hliðinni eins og tvær skeiðar hvor upp við aðra hefur löngu sannað gildi sitt. Stellingin er sögð frábær fyrir minni konur enda auðvelt að örva til dæmis snípinn. 

Öfug kúrekastelpa

Konan er ofan á og snýr andlitinu að fótum bólfélaga síns. Stellingin er sögð henta öllum mögulegum stærðum. 

Lótusstellingin

Konan situr ofan á manninum, bæði sitja í stellingu sem minnir á indíánastöðu og horfa hvort á annað. Vegna þess að maðurinn situr skiptir hæð hans ekki máli. 

Hundurinn

Fram kemur að allir ættu að stunda kynlíf í hundastellingunni og þá sérstaklega litlar konur. Af hverju? Jú þegar konan er á fjórum fótum á maðurinn að geta aðlagað sig vel að hæð hennar.

Það er smá hæðarmunur á Jason Momoa og eiginkonu hans, …
Það er smá hæðarmunur á Jason Momoa og eiginkonu hans, Lisa Bonet. mbl.is/AFP
mbl.is