Ferðaðist í þrjá tíma fyrir ömurlegt tinderstefnumót

Jade Savage var kölluð feit.
Jade Savage var kölluð feit. skjáskot/The Sun

Hin 28 ára gamla Jade Savage í Bretlandi ferðaðist í þrjá tíma til að fara á stefnumót með manni sem hún kynntist á stefnumótaforritinu Tinder. Þegar á áfangastað var komið sagði maðurinn að hún hefði bætt á sig, væri feit, og labbaði í burtu. 

Savage hefur komið af stað söfnun til að safna fyrir ferðinni sem kostaði hana 93 pund eða rúmlega 14 þúsund íslenskar krónur. Hún þurfti að taka leigubíl á lestarstöðina í Leicester, taka lestina svo til Syston þar sem hún hitti manninn. Síðan þurfti hún að ferðast alla leiðina til baka. Savage hafði áður farið á nokkur stefnumót með manninum. 

„Hann sagði „fjandinn hafi það, þú hefur bætt á þig er það ekki?“ og ég bara „nei þú getur ekki sagt það“. Það var skýrt að hann vildi hætta með mér en ég vonaðist til að við gætum samt skemmt okkur svo við fórum í bílinn hans. En þá sagði hann: „Ég get sagt það, það er staðreynd. Þú hefur bætt á þig og þar með má ég grínast með það,““ sagði Savage í viðtali við The Sun.

Hún segist þó sjá broslegu hliðina á þessu núna og fór með söfnunina af stað í gríni. Hún hefur hins vegar fengið helminginn af útgjöldunum til baka. 

Savage safnar nú til að rétta fjárhaginn við eftir stefnumótið …
Savage safnar nú til að rétta fjárhaginn við eftir stefnumótið misheppnaða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál