Besta hauststellingin

Þessi stelling er ekki fyrir þá sem vilja taka því …
Þessi stelling er ekki fyrir þá sem vilja taka því rólega.

Núna er sumarið búið og haustið tekið við. Það þýðir nýjar stellingar í svefnherberginu. Á sumrin getur verið gott að vinna með stellingar þar sem snertingin er sem minnst en á haustin viljum við hjúfra okkur þétt upp að bólfélaganum. 

Í Kanada kallast þessi stelling The Maple Leaf, en við getum kallað hana laufblásarann hér á Íslandi. Hún hljómar kannski fremur flókin, en þegar þið komist upp á lagið með hana er hún ekkert mál. 

Það er best að framkvæma hana á gólfinu, milli rúms og veggjar eða rúms og sófa. Manneskjan með getnaðarlim eða strap-on sest á gólfið með bakið upp að sófa eða rúmi. Hin fer rólega ofan á og setur fæturna upp á axlir hinnar. Ef þið eruð óörugg í þessari stöðu er gott að hafa annan sófa eða rúm upp við manneskjuna sem er ofan á. 

Síðan byrjar gamanið og þið getið notað hendurnar til að blása eins og lauf í vindi. Þessi staða er ekki fyrir þá sem vilja taka það rólega og eitt er víst; þið þurfið ekki að fara í ræktina eftir hana. 

Laufblásarinn kemur á óvart.
Laufblásarinn kemur á óvart. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál