„Konan mín stundar kynlíf með öðrum manni“

Kona mannsins hefur fundið sér nýjan elskhuga.
Kona mannsins hefur fundið sér nýjan elskhuga. mbl.is/Thinkstockphotos

„Konan mín stundar kynlíf með öðrum manni en í hvert skipti sem ég segist þurfa að fara frá henni í stað þess að vera á varamannabekknum dregur hún mig aftur að sér,“ skrifar maður sem veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga þegar kemur að hjónabandinu og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

„Ég fann kynferðisleg skilaboð frá öðrum manni í síma konu minnar en hún neitaði að binda enda á framhjáhaldið. Ég er 35 ára og hún 33 ára. Ég flutti að heiman að lokum. Hún er enn að hitta þennan mann og segist elska hann en hún segir líka að hún elski mig. Hún vill okkur báða. Þegar ég næ í son okkar eða skila honum aftur, hann er sjö ára, lætur hún eins og ekkert hafi ískorist. Kyssir mig og knúsar. Ég veit ekki hvort ég á að sætta mig við stöðuna og njóta þess að vera náinn henni eða ganga í burtu í von um að hún átti sig.“

Ráðgjafinn segir að svo lengi sem konan hans heldur að hún geti haft báða mennina verði líf hans í klessu. 

„Segðu henni að hún verði að velja en lofaðu henni að það verði ekki sama gamla rútínan með þér. Spurðu hana hvað hafi orðið til þess að hún fór að horfa í kringum sig og finnið út hvað þarf að laga. Ef þú getur verið ástmaður hennar og eiginmaður fær hún það besta úr báðum heimum.“

Ráðgjafinn mælir með því að maðurinn reyni að vera bæði …
Ráðgjafinn mælir með því að maðurinn reyni að vera bæði ástmaður konu sinnar og eiginmaður. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is