Hvað segir svefnstellingin um sambandið?

Hvernig sefur þú?
Hvernig sefur þú? mbl.is/Thinkstockphotos

Að sofa ekki í faðmlögum hefur ekkert með gæði sambanda að gera. Í könnun sem greint er frá á vef MindBodyGreen kemur fram að um helmingur fólks kýs að sofa án þess að snerta maka sinn. Sumir sérfræðingar telja það jákvætt að sofa ekki alveg upp við maka. 

Augljósasta ástæðan fyrir því að fólk sefur jafnvel langt í burtu hvort frá öðru er að stellingin er óþægileg. Fólki verður líka heitt að sofa í faðmlögum og hreyfir sig mikið á nóttunni. Þegar kafað er enn dýpra í sálfræðina mætti jafnvel halda því fram að það væri styrkleikamerki þegar pör snerta ekki hvort annað í svefni. 

Einn sérfræðingurinn telur að því öruggari sem pör eru því meira pláss og frelsi geti einstaklingar innan sambands tekið sér. Þetta getur einnig átt við þegar fólk sefur. 

Fólk verður þó að gera greinarmun á pörum sem snertast ekki allan daginn og fara svo að sofa hvort í sínum endanum í rúminu og pörum sem sýna hvort öðru nánd á öðrum tímum en akkúrat meðan þau sofa. 

Að sofa í faðmlögum er ekki endilega betra.
Að sofa í faðmlögum er ekki endilega betra. mbl.is/Thinktockphotos
mbl.is