Tekur níu mánuði að ákveða hvort samband gengur

Leikarinn George Clooney kvartar ekki undan ástleysi þessa dagana.
Leikarinn George Clooney kvartar ekki undan ástleysi þessa dagana. mbl.is/AFP

Það tók leikarann George Clooney innan við ár að ákveða hvort hann vildi kvænast eftir að hann kynntist lögmanninum Amal Clooney á sínum tíma. George Clooney hefur margsinnis sagt að foreldrar hans, þau Nick Clooney og Nina Bruce Warren, séu fyrirmyndir hans þegar kemur að hjónabandinu. Það er kannski þess vegna sem Clooney missti móðinn eftir fyrsta hjónabandið sitt við leikkonuna Taliu Balsam árið 1989. Þau skildu fjórum árum eftir brúðkaupið. Þá hélt Clooney því staðfastlega fram að hann myndi aldrei kvænast aftur. Að ástin væri greinilega ekki fyrir hann.  

Clooney, sem einbeitti sér að ferlinum, varð fljótt einn eftirsóttasti piparsveinn Bandaríkjanna. Hann átti í misstuttum ástarsamböndum við konur á borð við Ginger Lynn Allen, Céline Balitran, Lisu Snowdon, Renée Zellweger, Kristu Allen, Söruh Larson og Elisabettu Canalis. Flest samböndin gengu í tvö ár, sum aðeins skemur og önnur aðeins lengur. 

Það eru fjölmargir sérfræðingar á því að fólk ætti að vita innan árs hvort þeir séu í sambandi við aðila sem þeir vilja kvænast. Dr. Pat Allen hefur gert fjölmargar rannsóknir á ástalífi fólks. Hún segir fyrstu níu mánuðina lykilatriði í nýju sambandi þar sem fyrstu þrír mánuðirnir séu ævintýri, næstu þrír tími ágreinings og seinustu þrír mánuðirnir tími samninga. Ef fólk nær ekki saman um það sem það vill á þessum tíma ætti það að róa á ný mið. 

Þetta er einmitt það sem George Clooney gerði með Amal Clooney á sínum tíma. Þau hittust fyrst í gegnum sameiginlegan vin í júlí árið 2013. Trúlofuðu sig í apríl árið 2014 og giftu sig í september það sama ár. Frá þeim tíma hafa þau stofnað fjölskyldu og virðast lifa frekar hefðbundnu fjölskyldulífi saman í dag. Í það minnsta kvartar Clooney ekki lengur við fjölmiðla um ástleysi eða uppgjöf á þessu sviði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál