Jennifer Lawrence ætlar aldrei í megrun

Leikkonan Jennifer Lawrence þykir vinsæl meðal annars fyrir hvað hún …
Leikkonan Jennifer Lawrence þykir vinsæl meðal annars fyrir hvað hún lítur eðlilega út. Hún segir það rangt því hún hafi meira tækifæri en aðrir að æfa líkamsrækt og borða hollt. mbl.is/AFP

Leikkonan Jennifer Lawrence er á því að samfélög um víða veröld geri óeðlilegar kröfur til kvenna þegar kemur að líkama þeirra. Þetta kemur fram á vef Vogue þar sem tekið er saman allt sem hún hefur látið eftir sér hafa um heilsurækt, mataræði og megrun. Hún segir líkamsvirðingu forsendu þess að fólki líði vel í lífinu og að það ætti að banna að kalla annað fólk feitt svo dæmi séu tekin. 

Lawrence er staðföst þegar kemur að eigin líkama og segir að hún sé í frábæru formi og alls ekki eins og meðalmanneskja í vextinum. Að kvikmyndaheimurinn og veröldin öll þurfi að endurskilgreina það sem er eðlilegt. Of mjóar konur sem svelta sig séu ekki fallegar að hennar mati og alls ekki eitthvað sem hún ætlar að miða sig við.

Hún var spurð að því hvernig meðalmanneskja liti út og ekki stóð á svarinu. 

„Ég myndi vilja að við endurskoðuðum hvað væri eðlilegur líkami. Það eru allir að segja við mig að þeir elski hvað ég sé með venjulegan líkama. Mér líður bara alls ekki eins og ég sé með venjulegan líkama. Ég geri daglegar Pilates-æfingar. Ég borða eðlilega, en ég hef tök á því að æfa mun meira en meðalmanneskja gerir. Ég tel okkur orðin svo vön of grönnu fólki að þegar við sjáum venjulega manneskju í dag finnist okkur eins og hún sé bústin. Það er fráleitt!“

Viðurkennum lífsstíl án megrunar

„Maður verður að horfa fram hjá þessum kröfum. Við lítum út eins og við gerum, og þurfum að kunna að meta okkur eins og við erum. Hvað eigum við að gera? Vera svöng á hverjum degi til að gera aðra hamingjusama? Það er heimskulegt.“

Sterka stelpan er nýja mjónan

„Ég ætla aldrei að svelta mig fyrir hlutverk í kvikmynd. Ég vil ekki að litlar stelpur hugsi til mín og sleppi kvöldverðinum sínum. Ég einblíni á það þegar ég æfi fyrir hlutverk. Að virka í formi og sterk, en ekki mjó og vannærð.“

Að segja stopp við stjórnsemi samfélagsins

„Ég er kona sem býr í heimi þar sem allir eru með skoðanir á því hvernig aðrir eiga að líta út. Hvað aðrir eiga að borða og hvernig er best að grenna sig á sem skemmstum tíma. Þetta er of mikið. Ef ég get tekið mér stöðu á móti þessu, þá geri ég það góðfúslega hvenær sem er.“

Að setja reglur um orðið „feitur“

„Af hverju er fólk sem móðgar aðra talið fyndið? Mér finnst að það ætti að vera ólöglegt að kalla annað fólk feitt í sjónvarpi. Ef við sem samfélag erum að fylgjast með og reyna að stjórna reykingum fólks, kynlífi þess og fleira fyrir unga fólkið okkar af hverju erum við þá ekki að setja reglur um það þegar níðst er á fólki út af holdafari?“ Jennifer Lawrence mætti í bleikum kjól á tískuviðburð í Jersey …
Jennifer Lawrence mætti í bleikum kjól á tískuviðburð í Jersey í byrjun mánaðarins. Hún vil styðja við ungar konur víðsvegar um heiminn og vera fyrirmynd sterkrar konu í formi. mbl.is/AFP
mbl.is