Paltrow segir að þetta sé allt í plati í Vogue

Gwyneth Paltrow segir að konur ættu ekki að miða sig …
Gwyneth Paltrow segir að konur ættu ekki að miða sig við það sem þær sjá í Vogue. mbl.is/AFP

Ef þú ert að bera þig saman við konurnar framan á Vogue ættir þú að hugsa þig tvisvar um. Þar sem það eru 30% líkur á að ljósmyndatakan í fyrstu atrennu hafi ekki gengið upp. Dæmi um þetta er þegar Gwyneth Paltrow þurfti að fara þrisvar sinnum í ljósmyndatökuna fyrir forsíðu septembertölublaðs Vogue árið 1999. 

„Vogue er ævintýri, ekki taka mark á neinu sem þú sérð þar. Við erum ekki svona fallegar í raun og veru. Fyrirsæturnar eru ekki svona fullkomnar. Við erum að búa til ævintýraheim til að selja og þetta eru bara viðskipti. Konur ættu ekki að miða sig við það sem sést í blaðinu,“ var haft eftir Gwyneth Paltrow eftir ljósmyndatökuna. 

Gwyneth Paltrow leit fallega út á forsíðu Vogue. Það þurfti …
Gwyneth Paltrow leit fallega út á forsíðu Vogue. Það þurfti þrjár ljósmyndatökur til að ná þessu útliti.

Heiðurinn sem því fylgir því að vera á forsíðu bandaríska Vogue er þannig að hvar sem þú stendur í lífinu, þá færðu svo sannarlega annan séns. Þetta vita ofurfyrirsætur, leikarar, söngvarar og aðrar stórstjörnur sem hafa prýtt forsíðuna. 

Þeir sem prýða forsíðu fá hina frægu Vogue-yfirhalningu. Hárið er gert óaðfinnanlegt, margir dagar hafa farið í að velja liti og samsetningar á fötum og förðunin er það allra nýjasta í bransanum og fylgihlutir hafa stundum verið sérgerðir fyrir forsíðuna. 

Leikkonurnar og söngkonurnar sem rata á forsíðuna fá að finna fyrir því að þær eru ekki fæddar í hlutverkið að vera fyrirsætur. Það eru aðallega þær sem þurfa að gera hlutina oftar en einu sinni að sögn Anna Wintour, ritstjóra blaðsins. 

Þetta má sjá m.a. í Boss Women-þáttunum sem Christine Hall vann fyrir BBC1 á sínum tíma. 

Söngkonan Taylor Swift var framan á septembertölublaði bandaríska Vogue nýverið. Ljósmyndin af henni var falleg, óaðfinnanleg og í anda Vogue að sjálfsögðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál