„Haltu kjafti og hlustaðu!“

Það má vinna í samböndum áður en allt er farið …
Það má vinna í samböndum áður en allt er farið norður og niður. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ef þú ert ein/einn af þeim sem notar orðin: Haltu kjafti og hlustaðu! Eða dettur í fórnalambið reglulega í samböndum, þá er þetta grein fyrir þig. Ef þú ert hins vegar hamingjusamlega giftur/gift þá ættir þú einnig að halda áfram að lesa. Því nú er komið í tísku að vinna í samböndum, jafnvel þeim þar sem fólk er hamingjusamt, glatt og frjálst. Rétt eins og þykir eðlilegt að fara í ræktina vikulega og borða hollt. Þetta kemur fram á vef Womens Health.

Það er í raun fráleitt hversu margir eru tilbúnir að hanga í lélegum samböndum, einungis vegna þess að þeir vilja ekki biðja um aðstoð. 

Undirtónn „hamingju parameðferðar“ í samböndum er eftirfarandi:

1. Gerðu alltaf ráð fyrir hinu besta

Hvort sem þú ert jákvæð/jákvæður að eðlisfari þá er alltaf hægt að finna eitthvað persónulegt við hinn aðilann þegar á reynir. Hins vegar má áætla að í 9 skipti af 10 þegar eitthvað gerist, þá hefur það ekkert með okkur að gera. 

Mikilvægt: Viðbrögð okkar við öðrum hafa ekkert með annað fólk að gera. Eins hafa viðbrögð annarra við okkur, ekkert með okkur að gera. 

Ráð: Af hverju ekki að prófa að taka öðru fólki á jákvæðan hátt, þó ekki væri nema í einn dag. 

Niðurstaða: Þetta verkefni getur gert kraftaverk í samböndum þegar á reynir. 

Eitt af því sem getur skemmt fyrir eðlilegri túlkun á aðstæðum er vörpun (e projection). Þetta gerist þegar maður eignar öðru fólki eigin tilfinningar. Vörpun á sér stað í undirmeðvitundinni, og er lúmskt fyrirbæri. 

Mikilvægt: Það sama þarf ekki að gerast aftur í samböndum. 

Ráð: Ekki gera ráð fyrir að vita hvað hinn aðilinn er að hugsa. Ef þú hefur lent í að einhver haldi framhjá þér, og síðan er maki þinn að spyrja þig einkennilegra spurninga. Ekki gera ráð fyrir að hann treysti þér ekki. 

Niðurstaða: Þessi aðferð að spyrja og vera opinn opnar á nýja upplifun í samböndum. 

3. Hættu að skipa öðrum fyrir  

Við ættum að forðast að skipa öðrum fyrir í samböndum. Það býr til ójafnvægi í samskiptum, þegar annar hefur leyfi til að ákveða hvernig hinn eigi að vera. Stjórnsemi felur í sér persónulega ósk, þess sem vill stjórna.

Af hverju þá ekki bara að trúa því að hlutirnir séu eins og þeir eiga að vera og biðja um hluti ef mann langar að hafa þá öðruvísi. Það er einfalt að mæta óskum og auðvelt að skilja ef það er ekki hægt.

Mikilvægt: Stjórnsemi býr til forðun og rifrildi. Óskir búa til kærleik og nánd. 

Ráð: Gerðu ráð fyrir því að maki þinn sé öðruvísi en þú og berðu virðingu fyrir því. Ef þú þarft meiri aðstoð með hundinn, heimilið eða matinn skaltu biðja um það. 

Niðurstaða: Sama hversu meðvirkt samband er, þá getur annar aðilinn aldrei ætlast til þess að hinn lesi hugsanir. Með því að sýna auðmýkt og opna á varnarleysi í samböndum, þá verður til meiri heiðarleiki og nánd. 

4. Hættu að segja fólki að þegja og hlusta

Ef þú heldur að þú sért góður að hluta á maka þinn ættir þú að hugsa þig um tvisvar. Sögnin að hlusta lýsir hegðun, en ekki því að sitja með hausinn fullan af því hvað við ætlum að segja næst eða hvernig hlutirnir mátast inn í okkar veruleika. 

Mikilvægt: Það vilja allir koma sínu á framfæri. Hins vegar finnst mörgum pörum eins og maki sinn heyri ekki hvað hann er að segja. 

Ráð: Prófaðu að endurtaka það sem maki þinn segir, svo þú sért fullviss um að þú sért að heyra það sem hann reynir að segja. 

Niðurstaða: Það að byrja að sýna þakklæti í samböndum er smitandi. Annar aðilinn getur byrjað þetta ferli. Áður en langur tími er liðinn þá smitast þetta yfir í börnin og jafnvel gæludýrið á heimilinu fer að líða betur. 

6. Standið saman

Ef þú ert sá/sú sem leggur allt í vinnuna, ferilinn eða í það að verða ríkur ættir þú að hugsa þig tvisvar um. Hverslags líf er það að eiga vasana fulla af peningum en ekki aur í hamingjubankanum?

Mikilvægt: Jafnvægi í lífinu er mikilvægt, enda getur lélegt samband verið eins og óhollur matur. Leitt okkur inn á hættuleg svæði, þar sem við fáum líkamleg einkenni meðvirkni og fleira. 

Ráð: Vertu besta útgáfan af þér heima, svo í vinnunni, síðan á meðal vinna og svo framvegis. Ekki bjóða makanum og börnum afgangana. Skrifaðu niður hvernig manneskja þú þráir að vera. Hvernig hagar hún sér daglega? 

Niðurstaða: Þú munt líklegast upplifa miklar breytingar þegar kemur að samveru við fjölskylduna. Allt í einu byrja þeir sem eiga heima undir sama þaki og þú að nenna að mæta með þér í morgunmat. Sitja á spjalli í stofunni og heimilið verður sá staður þar sem þú upplifir ástina í lífinu. 

7. Segðu maka þínum það sem enginn veit

Nánd og traust er forsenda góðrar samveru og ánægju sem dæmi í kynlífinu en ekki öfugt eins og margir halda. 

Af hverju prófarðu ekki að segja maka þínum eitthvað sem enginn veit og sjáðu hvernig hann heldur þeim upplýsingum?

Mikilvægt: Sumt af því sem við erum óörugg með í okkar fari er eitthvað sem aðrir heillast að. Mikilvægt er að snerta hvort annað fallega þegar maður hittist, á daginn eða eftir vinnuna.  

Ráð: Skipulegðu nánd og kynlíf með maka þínum reglulega. Talið saman hversu oft ykkur langar að stunda kynlíf og hvernig. Hvað þýðir kynlíf fyrir þig? En fyrir maka þinn? Settu mörk og vertu dugleg/duglegur að biðja um það sem þér þykir gott. 

Niðurstaða: Þegar kynlíf verður meira en bara samfarir, þá fer fólk að upplifa meiri spennu og dýpri og innilegra samband sín á milli. Ef þú ert dugleg/duglegur að sýna maka þínum jákvæðan áhuga, ætti áhugi hans að aukast einnig. Ef það gerist ekki er gott að leita í ráðgjöf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál