Notar myndir af konu bróður síns

Maðurinn horfir á mágkonu sína þegar hann stundar sjálfsfróun.
Maðurinn horfir á mágkonu sína þegar hann stundar sjálfsfróun. mbl.is/Getty Images

„Þegar ég stunda sjálfsfróun skoða ég oft myndir af mágkonu minni. Ég er 22 ára maður og hef ekki átt kærustu í næstum því ár, síðan kærastan mín hætti með mér. Bróðir minn gekk í hjónaband fyrir fjórum árum með fallegustu konu sem ég hef séð. Þau eru bæði 31 árs. Hún birtir mikið af myndum á samfélagsmiðlum og ég vista þær sem sýna flottan líkama hennar. Mér dettur ekki í hug að segja bróður mínum frá því sem ég er að gera svo þetta getur varla verið slæmt ef hún kemst aldrei að þessu?“ Skrifar ungur maður sem er heitur fyrir mágkonu sinni og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Ráðgjafinn segir ekkert að því að nota myndir þegar sjálfsfróun er stunduð en nefnir þó að hann gæti verið að fara yfir mörk með því að nota myndir af mágkonu sinni og vera gagntekinn af sambandi sem getur ekki orðið. 

„Hættu að skoða hana á samfélagsmiðlum og notaðu myndir af konum sem þú þekkir ekki svo það verði engin áhættusöm tengsl,“ skrifaði ráðgjafinn. 

Konan er gift bróður mannsins.
Konan er gift bróður mannsins. mbl.is7Getty images
mbl.is