78 ára karlmenn virðast eiga séns í 35 ára konur

Rithöfundurinn Candace Bushnell skrifaði bækurnar um Beðmál í borginni. Hún …
Rithöfundurinn Candace Bushnell skrifaði bækurnar um Beðmál í borginni. Hún gaf nýverið út bók um stefnumótalífið eftir miðjan aldur.

Karlmenn eru ekki alltaf heiðarlegir þegar kemur að aldrinum ef marka má nýja bók rithöfundarins um Beðmál í borginni. Höfundur bókanna, Candace Bushnell, er sjálf að nálgast sextugsaldurinn en lítur frábærlega vel út ef marka má síðuna hennar á Instagram.

Í bókinni „Is There Still Sex In The City“ er fjallað um veruleika einhleypa í New York-borg.  Það sem virðist í gangi ef marka má Bushnell er að rosknir karlmenn hnika til sannleikanum um eigin aldur um heilan áratug. 78 ára karlmenn virðast eiga séns í 35 ára konur og bjóða þeim jafnvel gistingu ef vel liggur á þeim. Bushnell les upp úr bókinni: 

„Arnold var alltof gamall fyrir mig. Hann segist vera 68 ára en svo þegar maður flettir honum upp á netinu þá kemur í ljós að hann er 78 ára. Sem gerir hann nær föður mínum í aldri en mér!

Faðir minn er 83 ára. Arnold er flottur maður og hefur komið sér vel fyrir. Hann var villtur hér á árum áður, ólíkt föður mínum. Þrátt fyrir aldur hef ég heyrt að hann hafi séns í konur allt niður í 35 ára aldur. Hvernig datt honum í hug að ljúga til um aldur sinn?“

Þegar kemur að hópþrýstingi er það greinilega eitthvað sem má búast við af vinum þegar maður er kominn yfir miðjan aldur og er farinn að hægja á sér þegar kemur að stefnumótum:

„Ég var ekki búin að reikna með hópþrýstingi frá vinum. En að sjálfsögðu var ég minnt á hversu langt er síðan að ég fór á stefnumót síðast. 

Á stefnumót með 78 ára gömlum manni! Hvað ef hann fellur niður? Á ég þá að sjá um hann það sem eftir er lífsins?

Ekki svo að skilja að ég hafi áhuga á að virka fordómafull eða yfirborðskennd en ég var ekki viss um að ráða við að eiga svona gamlan kærasta. Ég var minnt á það hversu mikill heiður væri fyrir konu eins og mig að vera boðið út af karli eins og honum. En Arnold vildi að ég kæmi í hans hluta bæjarins, að ég myndi borða á veitingastað nálægt húsinu hans og síðan gæti ég heimsótt hann og jafnvel gist yfir nóttina. Hann myndi síðan keyra mig heim. 

Á ég sumsé að fara á stefnumót við karlmann sem er að komast á níræðisaldurinn og gista yfir nótt?“

View this post on Instagram

Candace Bushnell reads from her new book, Is There Still Sex in the City

A post shared by Candace Bushnell (@candacebushnell) on Aug 28, 2019 at 11:39am PDT

mbl.is