10 merki um óhamingju í samböndum

Irina Shayk og Bradley Cooper voru í óhamingjusömu sambandi.
Irina Shayk og Bradley Cooper voru í óhamingjusömu sambandi. mbl.is/AFP

Flest pör rífast um peninga, kynlíf og völd að sögna ráðgjafans Ross Grossman á vef Men's Health. Hann segir fólki hætta til að hugsa of mikið um að hafa rétt fyrir sér í samböndum og segir það geta skapað vandamál. Hér eru tíu atriði sem Grossman telur að segi til um hvort fólk er óhamingjusamt í hjónaböndum eða samböndum. 

1. Maki þinn heldur samfélagsmiðlum, pósti og síma leyndum.

Svo lengi sem þú ert ekki að skipta þér af því hvað maki þinn er að gera á hverjum degi í símanum þá er ekkert óeðlilegt að fá að skoða síma makans eða samfélagsmiðla. Hinn aðilinn verður þó að spyrja sig að sama skapi hver ástæðan er að hann vilji sjá notkun maka síns. Hér væri betra að eiga gott samtal um einkalíf og traust. 

2. Maki þinn vill ekki stunda kynlíf með þér. 

Fólk gengur í gegnum ýmis tímabil en það ætti að teljast óeðlilegt þegar fólk sem er saman stundar ekki kynlíf í marga mánuði. Eins og venjulega er rétta svarið gott samtal. Notar maki þinn klám? Er kynlífið óþægilegt? 

3. Maki þinn hrósar ekki eða sýnir þakklæti.

Fyrir hvert skipti sem fólk gagnrýnir maka sinn ættu að koma fimm gjörðir sem sýna ást. Þetta geta verið hrós, litlar gjafir, eitthvað sem kemur á óvart eða þjónusta. 

4. Þið rífist á almannafæri þar sem maki þinn fer út í einkalíf ykkar. 

Sama hversu sterk sambönd eru þá mun alltaf koma upp ósætti. Það getur hins vegar verið vandamál ef maki þinn á mjög erfitt með að stjórna sér og líður eins og hann þurfi að ræða ykkar einkamál fyrir framan allan heiminn. 

Hjónaband Liam Hemsworth og Miley Cyrus gekki ekki upp.
Hjónaband Liam Hemsworth og Miley Cyrus gekki ekki upp. mbl.is/AFP

5. Þú hræðist að maki þinn muni hætta með þér ef þú gagnrýnir hann. 

Þú ættir ekki að reyna alltaf að halda friðinn. Það er gott að halda friðinn en að hræðast ágreining er mjög slæmt. Þetta getur þýtt að maki þinn glími við hegðunarvandamál. Aðilar sem horfa svona á sambandið geta líka litið svo á að þeir þurfi alltaf að vera fullkomnir. 

6. Enginn húmor í sambandinu. 

Það er mikilvægt að geta hlegið saman og að hvort öðru í samböndum. Jafnvel hlegið að gömlum rifrildum. Það er mikilvægt að báðir aðilar horfi á sig sem mannlega einstaklinga með ákveðna galla. Ef makinn tekur allt alvarlega mun lélegur húmor hans líklega leiða til óhamingju í sambandinu. 

7. Getur ekki tekið gagnrýni.

Það finnst engum gaman að fá á sig gagnrýni en fólk þarf að geta tekið henni. Ef þú getur ekki tekið gagnrýni getur þú ekki þroskast sem manneskja og sambandið ekki heldur að mati Grossman.

8. Engin ábyrgð, bara fórnarlamb.

Oftast er hægt að kenna báðum aðilum um ágreining sem kemur upp. Það er hollt fyrir báða aðila að viðurkenna sinn þátt í rifrildinu. Það mun ekki hjálpa í sambandinu að vera alltaf í hlutverki fórnarlambs. 

9. Þú átt erfitt með að fyrirgefa.

Það er slæmt fyrir báða aðila að halda í óvildina og fyrirgefa ekki. 

10. Þið getið ekki tekið afsökunarbeiðnum.

Við getum öll gert mistök, sum eru vissulega stærri en önnur. Ef manneskja getur ekki tekið afsökunarbeiðni gilda mun sambandið aldrei lifa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál