Þetta segir til um hvort menn séu góðir í rúminu

Ýmislegt í fari karlmanna getur gefið til kynna hvort þeir …
Ýmislegt í fari karlmanna getur gefið til kynna hvort þeir standi sig í rúminu eða ekki. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Stefnumótamarkaðurinn getur verið ansi flókinn og að skrá sig inn á Tinder er eins og að fara á tombólu í úthverfi, þú veist aldrei hvað leynist í vinningnum. Það er því gott að geta lesið í vísbendingar um hvort tilvonandi vonbiðlar séu almennilegir bólfélagar eða ekki. 

Það er ýmislegt í fari manna sem getur gefið til kynna hvort þeir standi undir væntingum þegar inn í svefnherbergið sé komið. Þessar reglur eru þó ekki heilagar og eflaust til einhver frávik.

Merki um að hann verði góður ástmaður

Hann tekur stór skref

Karlmenn sem taka stór skref eru líklegri til að vera betri í rúminu. Menn sem taka stutt skref eru 40 prósent líklegri til að vera ófrjóir. 

Hann skrifar „y“ með sveig

Ef þú vilt komast að því hvort maðurinn sem þú hefur augastað á sé góður í rúminu, kíktu á skriftina hans. Ef hann skrifar lítið y með stórum sveig niðri er hann með mikla kynhvöt, ímyndunarafl og sköpunargleði í rúminu.

Hann notar mikið af lyndistáknum

Ef tilvonandi vonbiðill þinn notar lyndistákn eða emoji oft getur það verið merki um að hann sé frábær í rúminu. Rannsóknir sýna að þeir sem nota lyndistákn oftar eiga auðveldara með að tjá tilfinningar sínar. Og þeir sem tjá tilfinningar sínar betur eru oftar en ekki betri í rúminu.

Hann nagar neglurnar

Að naga neglurnar er eiginlega ógeðslegur siður. Það er þó góðs viti ef það er langt frá síðustu flugeldasýningu í svefnherberginu. Tracey Cox kynlífssérfræðingur segir að þeir sem naga neglurnar séu ævintýragjarnir í svefnherberginu.

Hann elskar ís með kaffibragði 

Það getur verið ísbrjótur á stefnumótaforritum að spyrja hver sé uppáhaldsísinn hans. Ef hann elskar ís með kaffibragði dastu í lukkupottinn því menn sem elska kaffiís eru seiðandi, daðurgjarnir og dramatískir, sem þýðir auðvitað að þeir eru frábærir þegar upp í rúm er komið.

Ef þú ert að leita að hugulsömum ástmanni, þá skaltu hinsvegar leita að manni sem elskar jarðarberjaís. 

David Beckham er þekktur fyrir að nota mikið af lyndistáknum …
David Beckham er þekktur fyrir að nota mikið af lyndistáknum á Instagram. mbl.is/AFP

Merki um að hann verði ekki góður ástmaður

Hann elskar hjólreiðar

Hjólreiðar gætu haft áhrif á gæði litlu sundmannanna hjá karlinum. Rannsóknum ber þó ekki saman um hversu mikil eða hvort þessi áhrif eru til staðar. 

Hann burstar ekki tennurnar tvisvar á dag

Ef hann hugsar ekki vel um tennurnar og burstar þær ekki tvisvar á dag gæti hann sömuleiðis verið með lélega sundmenn. Léleg tannumhirða getur leitt til sjúkdóma í tannholdi og þeir geta leitt til ófrjósemi. 

Hann úðar matnum í sig

Það er ýmislegt hægt að læra um menn út frá því hvernig þeir borða. Þeir sem úða í sig matnum og hugsa ekkert um hvernig hann er á bragðið eru gjarnan verri bólfélagar. Þeir sem hinsvegar njóta hvers bita, þeir eru góðir í svefnherberginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál