5 auðveldar Kama Sutra-stellingar

Kama Sutra er líka fyrir Jón og Gunnu úti í …
Kama Sutra er líka fyrir Jón og Gunnu úti í bæ.

Við höfum öll einhvern tímann heyrt um Kama Sutra. Flest okkar vita að það er einhver kynlífsbók en fæstir hafa nú flett upp í bókinni sjálfri og prófað sig áfram. Einhverjir telja kannski að þessi bók henti bara þeim hugrökkustu í svefnherberginu eða loftfimleikafólki. 

Það er þó ekki svo, og ýmisar auðveldar stellingar að finna þar sem krefjast ekki mikils af fólki. Flestar stellingarnar eru skrifaðar sem svo að karl og kona stundi kynlíf saman, en það er algjör óþarfi og geta pör af hvaða kyni sem er brugðið á leik saman.

Lótusinn

Lótus-stellingin er upprunnin úr Kama Sutra. Manneskjan með typpi eða strap-on sit­ur með krosslagða fæt­ur og hin manneskjan ofan á henni og kross­leg­ur fæt­urna fyr­ir aft­an hana og hvíl­ir þá á gólf­inu eða rúm­inu. Mann­eskj­an sem er und­ir þarf að vera nógu sterk til að halda full­um þunga hinn­ar mann­eskj­unn­ar. Mann­eskj­an sem er ofan á rugg­ar sér svo fram og aft­ur og not­ar styrk­inn úr mjöðmun­um til þess.

Mjólk og vatn

Nafnið á þessari stellingu er nú ekki beint lýsandi en hún er keimlík lótusnum. Manneskjan með typpi situr með fæturna undir sér og hin manneskjan situr klofvega yfir og snýr baki í hana. Manneskjan ofan á getur svo sýnt hinni hvernig hún vill láta snerta sig. 

Snigillinn 

Snigillinn er nú kannski ekki mjög kynþokkafullt dýr. Þessi stelling getur hins vegar verið það. Önnur manneskja liggur á bakinu og togar fæturna upp. Hin manneskjan, gjarnan með typpi, leggst svo ofan á hana. Sú sem liggur getur svo vafið fótleggjunum um þann sem er ofan á. 

Krosslagði bambusinn

Þessi stelling er eins konar trúboði með tvisti. Önnur manneskjan leggst á gólfið eða rúmið og lyftir öðrum fætinum. Hin smeygir sér svo á milli og styður við fótlegginn á hinni. Ekki flókið.

Reiðmaðurinn

Manneskjan með typpi leggst á gólfið og teygir út fótleggjunum. Hin manneskjan leggst ofan á hana og snýr bakinu í hana. Hún getur svo notað hnén og mjaðmirnar til að rugga sér fram og til baka. Þessi stelling er fullkomin fyrir smá rassaleik, sé vilji til þess. 

Það þarf ekki að stunda loftfimleika til að hætta sér …
Það þarf ekki að stunda loftfimleika til að hætta sér í þessar stellingar. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál