Kynlífsleyndarmálin sem best er að þegja yfir

Farðu varlega í að segja maka þínum frá þínum villtustu …
Farðu varlega í að segja maka þínum frá þínum villtustu kynórum. mbl.is/Thinkstockphotos

Oftar en ekki er lykillinn að öllum vandamálum para betri samskipti. Það skiptir ekki máli hvort um sé að ræða fullnægingar eða hver á að fara út með ruslið. Að því sögðu eru ekki allir sammála um að það þurfi að ræða allt. Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox segir í nýjum pistli á vef Daily Mail að stundum sé betra að tala um hlutina en stundum sé betra að þegja. 

Fantasíur í kynlífi

Stundum er í lagi að ræða kynóra sína við maka en Cox segir það fara eftir hvers eðlis kynórarnir eru. Ef fantasíurnar snúast um eitthvað sem pör geta gert saman í rúminu þá ætti ekkert að stoppa pör að ræða það. Hún hvetur fólk til að hugsa sig tvisvar um ef fantasíurnar snúast til að mynda um einhvern annan aðila en makann. 

Fjöldi bólfélaga

Cox mælir með því að fólk sleppi því að ræða þessa tölu. Fjöldi bólfélaga hefur til að mynda ekkert um það að segja hvort kynlíf sé öruggt eða ekki. Manneskja sem hefur sofið hjá 50 manns með getnaðarvörn ber ekki frekar með sér kynsjúkdóma en manneskja sem hefur sofið hjá fimm aðilum en aldrei notað getnaðarvörn. 

Eitthvað nýtt sem þú vilt prófa

Cox segir að meiri hluti fólks tali ekki um það sem það þykir spennandi í kynlífi. Þessi hegðun er algjör vitleysa að mati Cox þar sem tilraunir í kynlífi er akkúrat það sem fólk í samböndum þarf á að halda. Þegar kemur að tilraunum er sem sagt betra að tala um hlutina í stað þess að þegja. 

Frammistaða rekkjunauts

Cox segir mikilvægt að ræða það þegar bólfélagi er ekki að gera það sem þú vilt að hann geri í rúminu. Cox mælir með því að gera það á jákvæðan hátt og leggja áherslu á það sem þú vilt í stað þess að fara yfir listann um það sem þú vilt ekki. Uppbyggileg ráð eru því málið í stað skamma. 

Stundum er bara betra að þegja.
Stundum er bara betra að þegja. mbl.is/Getty Images
mbl.is