Besta ráð sem Demi Moore hefur fengið

Demi Moore var glæsileg á Met Gala-viðburðinum nýverið.
Demi Moore var glæsileg á Met Gala-viðburðinum nýverið. mbl.is/AFP

Leikkonan Demi Moore hefur haldið sér utan sviðsljóssins að undanförnu og nýtt tímann til að rita sjálfsævisögu sína. Í bókinni Inside Out, sem nýverið kom út, fjallar Moore á einlægan og opinskáan hátt um æsku sína, áföll, ástina og leiklistina svo dæmi séu tekin.

Moore hefur haft orð á því að í raun sé saga hennar leiðin sem hún fann til að gefast upp í eigin mætti og biðja um aðstoð. Þetta kemur fram á vef Thrive.

„Þetta er mín saga og hún á ekki heima á síðum slúðurblaða. Sagan mín er ekki saga mömmu minnar. Hún er ekki saga eiginmanna minna eða þeirra sem horfa á kvikmyndirnar mínar. Þetta er jafnvel ekki saga barna minna.

Þetta er mín saga. Enda er ég sú eina sem hef verið viðstödd í mínu lífi frá upphafi. Af þessum sökum hef ég gefið sjálfri mér réttinn á að segja söguna mína á mínum forsendum. En ekki annarra.“

Moore segir lykilinn að lífshamingjunni vera æðruleysi.  

„Ég reyni að dæma ekki það sem ég sé og reyni að fyrirgefa mér og öðrum í lífinu. Þetta er eina leiðin fyrir mig að elska mig án skilyrða og annað fólk einnig. Það færir mér mikla hamingju í lífinu, auðmýkt og jákvæðni.“

Þegar kemur að besta ráðinu segir Moore:

„Þú ert besta þú sem völ er á. Enginn er betri þú en þú ert. Svo ekki reyna að vera minni einhver annar. Vertu þú!“ 

 

Demi Moore ásamt félaga sínum Anthony Vaccarello á Met Gala-viðburðinum.
Demi Moore ásamt félaga sínum Anthony Vaccarello á Met Gala-viðburðinum. mbl.is/AFP
mbl.is