Lægri menn um hærri konur

Tom Cruise er minni en Katie Holmes.
Tom Cruise er minni en Katie Holmes. AFP

Hæð fólks ætti líklega ekki að skipta mestu máli þegar það velur sér lífsförunaut, að minnsta kosti er hægt að ímynda sér önnur mikilvægari atriði. Nokkrir karlmenn deildu reynslu sinni af hávöxnum konum á Reddit að því fram kemur á vef Women's Health. Hæðarmunurinn var ekki mikið að trufla þá. 

„Ég er 165 sentimetrar svo flestar konur sem ég hef verið með eru stærri en ég en þó misstórar,“ sagði einn karlmaður og sagðist aldrei hafa hugsað mikið um það. 

Annar maður sagðist vera um 177 sentimetrar og hafði eitt sinn verið með konu sem var rúmlega 182 sentimetrar. Hann sagði að einu sinni hefði verið tekin mynd af þeim kyssast í stiga en þá var konan á mjög háum hælum. Sambandið endaði og það hafði ekkert með hæðina að gera. 

Maður sagðist hafa verið í sambandi við unga konu rétt fyrir tvítugt. Unga konan var fimm sentimetrum hærri en hann og segist hann í raun aldrei hafa hugsað um það fyrr en hann sagði frá því á Reddit-þræðinum. 

Annar maður sagðist hafa verið svo hrifinn af kærustunni sinni að sentimetrarnir á milli þeirra skiptu engu máli. 

Maður sem er aðeins 170 sentimetrar var að hitta konu sem er 185 sentimetrar. Hann var sérstaklega ánægður með þá staðreynd að brjóstin á henni voru í andlitinu á honum þegar þau föðmuðust.  

Sumar konur eru meðvitaðar um hæðarmuninn og segir einn maður frá því að fyrrverandi kærasta hefði verið stærri en hann á hælum. Konunni leið illa yfir þessu og var aldrei í hælum og fannst henni eins og hún þyrfti að fórna hælunum fyrir hann. Honum var þó nokkuð sama. 

Katie Holmes og Tom Cruise.
Katie Holmes og Tom Cruise. mbl.is/Cover Media
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál