Fann sönnun um framhjáhald í jakkavasa

Konan veit að maðurinn hefur verið henni ótrúr.
Konan veit að maðurinn hefur verið henni ótrúr. mbl.is/Thinkstockphpotos

„Þegar ég var að hengja upp jakka kærasta míns fann ég flugmiða frá Malaga og staðfestingu á bókun á hótelherbergi fyrir hann og fyrrverandi kærustu hans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur haldið fram hjá. Ég uppgötvaði fyrst að hann væri að hitta hana fyrir þremur árum. Hann iðraðist og ég fyrirgaf honum. Núna velti ég því fyrir mér hvort að hann hafi einhvern tímann hætt að hitta hana. Ég hef verið með honum í sjö ár en við erum bæði 31 árs. Andlegrar heilsu minnar vegna veit ég að ég þarf að takast á við þetta en ég hata átök. Hvernig fer ég að því að láta hann vita?“ Skrifar kona sem hefur sterkan grun um að kærastinn hafi verið henni ótrúr og leitar ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Konan fann sönnungargögn um framhjáhaldið í jakkavasa kærastans.
Konan fann sönnungargögn um framhjáhaldið í jakkavasa kærastans. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is