Konur vilja siðblinda menn

Er hann bara að hugsa um sjálfan sig?
Er hann bara að hugsa um sjálfan sig? mbl.is/thinkstockphotos

Konur vilja frekar siðblinda menn, að minnsta kosti ef eitthvað er að marka nýja rannsókn sem doktorsnemi gerði við Brock University í Kanada að því fram kemur á vef Better Homes and Gardens

Í rannsókninni voru 46 menn beðnir um að útskýra í tveggja mínútna löngu myndbandi hvað þeir myndu gera á fyrsta stefnumóti og hvað þeir væru að leita að í samböndum. Einkenni siðblindu voru svo skoðuð hjá þessum sömu mönnum. 

Hundrað og átta konur voru svo beðnar um að horfa á myndböndin og dæma hversu aðlaðandi mennirnir væru. Í ljós kom að því fleiri merki um siðblindu því meira aðdráttarafl höfðu mennirnir á konurnar. 

Menn með einkenni siðblindu reyndust vera með meira sjálfstraust auk þess sem þeir áttu auðveldara með að þykjast vera heillandi eða vissu frekar hvað þeir ættu að segja til að vera heillandi. Rannsakandinn segir að siðblindir aðilar virðist of vera með heillandi persónuleika en eru í rauninni er allt sem þeir gera mjög sjálfsmiðað. 

Ætli smá siðblinda leynist í þessum manni?
Ætli smá siðblinda leynist í þessum manni? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál