„Þyrstir í nánari tengsl og trúnaðarvin“

Aldur er afstæður. Konur geta endurhannað líf sitt á hvaða …
Aldur er afstæður. Konur geta endurhannað líf sitt á hvaða aldri sem er. mbl.is/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem þyrstir í nánari tengsl í lífinu. Börnin hennar búa erlendis og eru uppkomin og besta vinkona hennar lést fyrir ári síðan. Hana langar í trúnaðarvin.  

Sæl.

Ég er einhleyp. Uppkomin börn mín búa erlendis og ég sé ekki fyrir mér að þau flytji til Íslands í bráð. Ég missti mjög góða vinkonu fyrir einu ári. Í dag á ég eingöngu nokkrar kunningjakonur. Til þeirra get ég ekki leitað til að neinu ráði. Ég á enga aðstandendur á landinu. Tengsl við vinnufélaga eru engin utan vinnuna.

Ég hef verið dugleg að sækja félagslíf og ég á nokkra kunningja fyrir utan kunningjakonurnar, en mig þyrstir í nánari tengsl við fólk. Að eiga einhvern trúnaðarvin. 

Það er ekki eins auðvelt nú að finna vini og tengjast fólki náið og það er þegar maður er ungur.

Ertu með einhver úrræði? 

Takk fyrir að lesa þetta.

Kveðja, K

Elínrós Líndal starfar sem ráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem ráðgjafi. Ljósmynd/Saga Sig

Sæl. 

Gaman að fá bréf frá þér og takk fyrir að senda inn þetta erindi. 

Ég er með fjölmörg úrræði fyrir þig og til lukku með að vera komin á þann stað að verðskulda náin tengsl, samveru við aðra og aðra heilbrigða hluti sem vökva okkur og næra. Ég samhryggist með vinkonu þína. Það er alltaf erfitt að missa þá sem maður elskar. En aftur, gott að þú sért komin á þennan stað. 

Aldur er afstæður að mínu mati og bara tala á blaði. Það sem mér finnst skipta mestu máli þegar kemur að öllum aldurskeiðum í lífinu eru undirliggjandi hugsanir okkar um okkur sjálf, aðra og síðan það að vaxa, dafna og þroskast í lífinu. 

Ég mæli með að þú gerir minna en gerir hlutina öðruvísi. Hér eru hlutir sem mér finnst alltaf virka fyrir fólk sem á uppkomin börn á þeim stað sem þú ert á:

  • Fara einu sinni í viku í hádegisverð með vinkonum (ekki með síma).
  • Fara einu sinni í viku á stefnumót (ekki með síma).
  • Hitta börnin reglulega
  • Farir þrisvar í viku út að ganga eða dansa heima
  • Fara reglulega í sund
  • Borðar hollan og góðan mat
  • Sleppa áfengi
  • Vinna úr tilfinningum
  • Setja heilbrigð mörk
  • Tala um langanir og væntingar við aðra
  • Tala um vandamál og einmannaleika við ráðgjafa/sérfræðing
  • Sleppa að borða sykur, hveiti og kartöflur (komast í kjörþyngd)
  • Fara í ástarsamband
  • Finna áhugamál

Hvernig líst þér á þennan lista? Er eitthvað sem þú vildir ekki gera? Það þætti mér áhugavert að heyra.

Ef þú værir að vinna með mér, myndi ég fá þig til að gera við mig samning, þar sem þú skrifar niður hvað þú vilt fá út úr ráðgjöfinni og á hvaða stað þú vilt vera í lok samningstímans sem væru vanalega þrír mánuðir. Ég myndi síðan fá þig til að skrifa niður þakklætislista og segja mér síðan aðeins meira frá löngunum þínum og þrám. 

Ég myndi örugglega aðgerðarbinda nokkur atriði úr þeirri svipmynd sem þú myndir teikna upp fyrir mig og fá þig til að ástunda þessa hegðun, sem ég nefni topphegðun, daglega. 

Það sem gerist þegar fólk skrifar niður draumana sína með mér, er að það byrjar að lifa drauminn. Einn dag í einu.

Stundum breytast hlutirnir hratt og stundum koma þeir inn í líf fólks hægt og rólega. En hlutirnir breytast alltaf enda vex vanalega það sem við setjum við leggjum áherslu á.

Málið er hins vegar að þú ert það sem þú hugsar og því þarf maður að vanda sérstaklega vel hvernig maður hugsar um sjálfan sig. Það sem við gerum daglega verða fljótlega vanar okkar. Þess vegna er svo mikilvægt að skoða í réttri röð: hugsanir, orð og hegðun. Við erum sem dæmi öll með einhverja hegðun sem við ættum að forðast (botnhegðun).

Þú segir að þig þyrstir í náinn trúnaðarvin - væri það besta vinkona eða vinur? Eiginmaður eða kærasti?

Langar þig að trúlofast? Giftast? 

Þetta er þitt líf og enginn að fara að stoppa þig af, nema þú sjálf. 

Þegar ég aðstoða pör við að upplifa nánd í samböndum, þá hvet ég fólk til að vera opið og ræða bæði styrkleika sína en einnig vanmátt. Að leyfa sér að vera berskjaldaður er fallegt að mínu mati, sér í lagi þegar maður gerir það í kringum fólk sem heldur fallega á sannleikanum um okkur. Það sem þú munt komast að þegar þú byrjar að opna þig við fleira fólk, er hversu aðlaðandi þú verður í lífinu. Jákvætt opið fólk laðar til sín fólk sem er á sama stað í lífinu.

Mér finnst ekkert flottara heldur en að sjá konur sem vilja sjálfum sér allt það besta. Konur sem þora að biðja um hlutina og gefa þá að sama skapi á móti. Konur sem þora að prófa sig áfram, gera mistök, læra af þeim og vaxa og dafna í kjölfarið. 

Gangi þér sem best. Ég er nokkuð viss um að það er sjarmerandi maður og skemmtilegir vinir sem bíða eftir að þú leggir af stað og finnir þau. 

Kær kveðja, 

Elínrós Líndal

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál