„Ég er í sömu stöðu og maðurinn lýsir“

Fíkn er sjúkdómur og ekki sjálfskapað ástand. Þótt ástar- og …
Fíkn er sjúkdómur og ekki sjálfskapað ástand. Þótt ástar- og kynlífsfíkn sé yngri grein en sú sem fjallar um alkóhólisma, sýna rannsóknir að stjórnleysi í ástum, er ekki síður hættulegt en stjórnleysi á öðrum sviðum í lífinu. mbl.is/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá karlmanni sem finnur til stjórnleysis í ástarlífinu. Fjölskyldan er lífið hans, en samt hefur hann gert hluti sem eru á skjön við hans gildi.

Sæl

Ég er í sömu stöðu og maðurinn lýsir. Ég tel mig vera hjartgóðan mann, góðan föður og alltaf þekktur fyrir að vera næmur og geðgóður einstaklingur. Hef aldrei verið framhjáhaldari og elska konuna mína út af lífinu. Fjölskyldan mín er mitt líf en samt dett ég á hræðilegan stað í mínu lífi þar sem ég finn mig í sömu sporum og þessi einstaklingur.

Mig vantar meiri umfjöllun um mál eins og ég hef lent í. Ef þú gætir á einhvern hátt haldið umræðunni á lofti og kafað dýpra í mögulegt fæðingarþunglyndi karlmanna. 

Kveðja, X

Elínrós Líndal ráðgjafi.
Elínrós Líndal ráðgjafi. Ljósmynd/Saga Sig

Sæll.

Ég skal halda umræðunni á lofti og kafa dýpra. Þú nefnir fæðingarþunglyndi karla. Ég vildi síður setja þann merkimiða á ástand sem einkennist af stjórnleysi í ástum og kynlífi.

Flestir menn sem koma í ráðgjöf til mín eru aðilar sem eru ekki að finna hina einu réttu, aðilar sem eru ekki með stjórn á ástarlífinu sínu og svo þeir sem finna til tómleika í kjölfar barneigna og missa stjórn á sér á þessu sviði.

Ég myndi gera greinamun á þeim aðilum sem hafa haldið framhjá í eitt skipti fyrir fimm árum og þeim sem eru kerfisbundið í óheiðarlegum aðstæðum sem þeir vilja ekki láta aðra vita af. 

Þeir sem hafa haldið framhjá vita að það er oft þessi óheiðarleiki sem rýrir traustið meira en athöfnin sjálf. Hélstu framhjá í útlöndum? Eða varstu í vinnunni? Gerðir þú það á milli þess sem þú varst að vinna og komst heim á daginn? Eða átti framhjáhaldið sér stað á djamminu? Var konan í útlöndum og notaðir þú heimilið til að halda framhjá? Jafnvel rúm ykkar hjóna?

Þetta eru allt hlutir sem koma upp í kringum framhjáhöld og gefa vanalega ráðgjafa góða innsýn inn í staðinn sem viðkomandi er á, meira en nokkuð annað.

Margir karlar sem halda framhjá tengja ekki einu sinni framhjáhaldið við tilfinningar sínar til eiginkonunnar eða barnanna og vilja halda áfram og láta sem ekkert hafi gerst. Á meðan aðrir verða ástfangnir og vilja kannski skilnað.

Ef þú ert einn af þeim sem sérð eftir því að hafa farið í botnhegðun (ekki alveg skýrt á bréfinu þínu hver hún er), þá myndi ég hvetja þig til að vinna í þér og hjónabandi þínu og hvetja þig til að gefa eiginkonu þinni allt að eitt ár til að læra að treysta þér aftur.

Ef þú ferð vikulega á 12 spora fundi og vinnur með ráðgjafa reglulega, færð þér trúnaðarmann og fleira í þeim dúrnum, er ég viss um að þú verður traustsins verður og munt öðlast fallegt líf fyrir þig og fjölskylduna inn í framtíðina. 

Það sem ég myndi ekki gera er að ætlast til þess að eiginkonan þín fyrirgefi þér án þess að þú breytir einhverju hjá þér. Ég myndi eins ekki ætla að óheiðarleiki í fortíðinni, breytist nema að maður vinnur markvisst að því að breyta því sjálfur. 

Það eru allskonar spurningar sem vakna upp í sjálfsvinnu af þessu tagi. Gott er að setja sér skýrar reglur þegar kemur að hegðun á kynferðis sviðinu. Það sem mér finnst að ætti að vera meira almennt í umræðunni er t.d. hvernig við högum okkur í vinnunni. Hversu nákvæm við erum, þegar við erum að byggja upp traust. Að stíga inn í að lifa þannig lífi að maki þinn má vita allt um þig án þess að þú skammist þín eða hann skammist sín fyrir þig. 

Góð regla í lífinu og í samböndum er að ef eitthvað sem við gerum, stenst ekki dagsljósið - þá þurfum við líklegast að endurskoða það eða hætta að ástunda það. Ef við getum ekki gert það ein og óstudd, þá er góð regla að leita okkur leiðsagnar frá fólki sem kann að stoppa þessa hegðun. Það getur þá verið að drekka of mikið áfengi, borða of mikinn sykur eða að ástunda hegðun í sambandi sem meiðir maka okkar eða okkur sjálf. 

Ég set skemmtilegt spjall hér fyrir neðan á milli John Bradshaw og Patrick Carnes sem fjallar um ástarfíkn og stjórnleysi í ástum. Eins mæli ég með Out of the doghouse bók Robert Weiss fyrir alla menn sem hafa haldið framhjá konunni sem þeir elska og vilja reyna sitt besta í að byggja upp hjónaböndin sín aftur. 

Takk fyrir að senda inn bréfið og gangi þér alltaf sem best.

Elínrós Líndal.

 Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál