Það sem pör gera en tala ekki um

Fólk í samböndum heldur áfram að horfa á klám og …
Fólk í samböndum heldur áfram að horfa á klám og stunda sjálfsfróun. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk breytist ekki þegar það fer í sambönd. Hvort sem það eru blautir draumar eða sjálfsfróun þá breytist lítið þó fólk deili rúmi með öðrum aðila. Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox fór yfir það í pistli á vef Daily Mail hvað fólk heldur áfram að gera þrátt fyrir að vera í sambandi en oftar en ekki er lítið talað um þessi atriði, sumir finna jafnvel fyrir skömm. 

Klám

Mjög margir horfa á klám. Sum pör horfa á klám saman. Cox segir þetta eðlilegt svo lengi sem að klámnotkun komi ekki í stað kynlífs í samböndum. Segir Cox að klámáhorf sé ekki merki um að fólk sé óánægt í samböndum sínum, fólk sé einungis að svala þörfum sínum. 

Sjálfsfróun

Fólk heldur áfram að stunda sjálfsfróun þegar það er í samböndum. Cox segist stundum heyra um fólk sem telur sjálfsfróun vera eins og framhjáhald. Hún segir að það sé aðeins eitthvað að ef pör stunda einungis kynlíf með sjálfum sér og sjaldan eða aldrei með hvort öðru. 

Annað fólk heillar

Þrátt fyrir að fólk sé í sambandi og finnst maki sinn kynþokkafyllsta manneskja í heimi þá hættir það ekki að taka eftir öðru fólk. Það er því ekkert til þess að reiðast yfir ef augu maka þíns leita óvart til aðlaðandi manneskju sem á leið hjá. Það kann þó að vera óásættanlegt ef makinn reynir ekki að fela þetta og talar opinskátt um hversu aðlaðandi annað fólk er. 

Blautir draumar

Cox greinir frá því að 96 prósent karla og 90 prósent kvenna hugsi um aðra en maka sinn. Það ætti því ekki að hætta þegar fólk fer í samband. Cox segir mun skárra að ímynda sér einhvern en að gera eitthvað í málunum í alvörunni. Auk þess lýsa þessir blautu draumar ekki endilega vilja fólks. Gerir það ekkert nema illt að hennar mati að yfirheyra maka út í blauta drauma. 

Hatar þig og elskar þig

Það eru líklega ekki til þau sambönd þar sem lífið er alltaf eins og í rósrauðum draumi. Segir Cox að pör muni hata hvort annað sem og elska hvort annað. Þrátt fyrir að fólk geri allt rétt mun koma sá dagur hinn aðilinn finnur fyrir neikvæðum tilfinningum í garð maka. Það er hollt að rífast aðeins. Það þýðir að þú hræðist ekki að segja hvað þér finnst. Reiði getur einnig verið merki um hversu heitt þú elskar maka þinn. 

Það eru ekki allir dagar frábærir.
Það eru ekki allir dagar frábærir. mbl.is/Getty Images
mbl.is