Kynlífið er ekki gott, hvað er til ráða?

Hvað er til ráða þegar kynlífið er ekki eins og …
Hvað er til ráða þegar kynlífið er ekki eins og best væri á kosið? mbl.is/Thinkstockphotos

„Það gengur allt vel hjá mér og kærasta mínum og ég sé okkur eiga framtíð saman en mér finnst kynlífið ekki gott. Við höfum verið saman í fjóra mánuði og okkur kemur mjög vel saman. Hann er 22 ára og ég er 23 ára og við viljum bæði stunda gott kynlíf. Hann nennir þó ekki að stunda forleik. Þegar ég blotna ekki alveg strax finnst mér kynlífið okkar stundum óþægilegt. Ég veit ekki hvort að hann myndi vilja stunda forleik þar sem ég hef ekki spurt hann. Ég er of stressuð og hef ekki hugmynd um hvernig ég ætti að byrja að tala um það. Ég vil ekki að hann haldi að hann sé ekki góður í rúminu,“ skrifaði ung kona og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

„Ef þið eruð það náin að þið getið stundað kynlíf saman þá eru þið nógu náin til þess að tala um það. Segðu honum að þú viljir bæta ástarlífið og það munið bæði njóta þess betur ef það tekur tíma fyrir hann að verða æstan.“

Konan vill leggja áherslu á forleik.
Konan vill leggja áherslu á forleik. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is