Saman í níu ár en hann vill ekki kvænast - hvað er til ráða?

Fjárhagslegt sjálfstæði getur skipt meira máli en ást og nánd …
Fjárhagslegt sjálfstæði getur skipt meira máli en ást og nánd í samböndum. Ljósmynd/Unsplash

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem á kærasta sem forðast að ræða trúlofun eða giftingu. Hann óttast að missa fjárhagslegt sjálfstæði þegar kemur að skuldbindingu í sambandi. 

Sæl.

Ég hef verið í sambandi við mann í níu ár sem á erfitt með að skuldbinda sig sambandinu. Hann er í góðri stöðu og ferðast mikið um heiminn en þegar ég ræði að mig langi að taka sambandið áfram, vefst það fyrir honum, peningalega.

Það er lítið um nánd í sambandinu og eiginlega mjög lítið kynlíf. En ég lifi góðu lífi með honum þótt við búum ekki saman.

Hann er aðeins eldri en ég og í mjög góðu formi og virðist ágætlega ánægður. En ég á svo erfitt með að skilja af hverju hann vill ekki taka sambandið áfram, skoða að trúlofast eða giftast og jafnvel eignast eitt barn.

Mig langar ekki að missa hann og er alveg trú honum, þó að ég sé ekki viss um að hann sé alveg trúr mér.

Er fáránlegt að ég sé að halda í þetta? Hvað ætti ég að gera?

Bestu kveðjur, G

Elínrós Líndal starfar sem ráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem ráðgjafi. Ljósmynd/Saga Sig

Sælar

Takk fyrir að senda inn þetta bréf. 

Það er ekkert fáránlegt við að þú sért með honum í sambandi, ef það er það sem þig langar að gera. Hins vegar finnst mér ekkert athugunarvert við það að þú trúlofist, giftist eða eignist börn ef það er það sem þig langar.

Ef þú prófar að skrifa niður það sem þig langar að gera í lífinu og þú sérð að þessi atriði sem þú ert að nefna við kærastann skiptir þig miklu máli, þá myndi ég alltaf skoða að setjast niður með honum og ræða þetta við hann. Ef þú ákveður að róa á önnur mið myndi ég alltaf gefa honum einhverjar átta vikur til að hugsa sig um í fjarlægð við þig, svo hann geti tekið góða ákvörðun fyrir sig og þig í þessu máli. 

Ef hann fer strax í annað samband eða er ekki tilbúinn í svona líf með þér þá getur þú verið viss um að finna annaðhvort annan eins og hann eða einhvern sem er með minni flækjur úr fortíðinni og óttast ekki að deila lífinu með öðrum. 

Peningar ættu hins vegar aldrei að vera ástæða þess að menn eða konur vilja ekki giftast, því það eru til góðir lögfræðingar sem hægt er að vinna með í að gera samninga þessu tengda. 

Gott samband er alltaf góð viðbót við lífið en ætti kannski ekki að vera burðarstoðin að mínu mati.  

Ef hins vegar þið náið ekki saman á þessu sviði hvet ég þig til að skoða í kringum þig. Mér heyrist þú vera alveg ágætiskærasta og án efa margir flottir karlmenn þarna úti sem finnast þeir eiga skilið að fara í gott samband, þar sem þeir eru trúir, skuldbinda sig og langar að eignast barn með konunni sinni. 

Kannski herramaðurinn góði þurfi bara heilbrigð mörk til að komast á þann stað að skoða hvað það er sem hann óttast mest. Ef hann þráir að vera með þér í sambandi er örugglega til góður aðili sem hann getur unnið með til að raða og flokka í hans tilfinningalífi.

Gangi þér alltaf sem best.

Kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál