Fyrnast námslánin við gjaldþrot?

Fyrnast námslán við gjaldþrot?
Fyrnast námslán við gjaldþrot? Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manneskju sem spyr út í námslán. 

Sæll Sævar.

Eru námslán þannig að þau fyrnast ekki/aldrei við gjaldþrot? Miðað við námslán sem eru ekki með ábyrgðarmann (held að það hafi verið dæmt ólöglegt að vera með ábyrgðarmann).

Takk fyrir og bestu kveðjur, 

JH

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA.
Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA.Sæl

Námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) fyrnast á tveimur árum við lok gjaldþrotaskipta. Þetta hefur verið staðfest í dómum Hæstaréttar, t.d. í dómi réttarins í máli nr. 644/2016 frá 2. nóvember 2017. Sé ábyrgðarmaður á láninu fyrnist krafan ekki sjálfkrafa gagnvart honum á sama tíma. Árið 2009 var lögum um LÍN breytt á þá leið að hætt var að krefja námsmenn um ábyrgðir nema í þeim tilvikum þegar námsmaður telst ekki lánshæfur en þá getur viðkomandi lagt fram ábyrgðir sem LÍN telur viðunandi.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is