Er hægt að vera í kynlífslausu sambandi?

Konan hefur ekki áhuga á snertingu.
Konan hefur ekki áhuga á snertingu. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég er 36 ára gamall maður. Ég hef verið í sambandi í heilt ár og elska kærustuna mína. Hún er hrein mey og segir að hún sé ekki viss um hvort hún vilji nokkurn tímann stunda kynlíf. Henni finnst líkamleg snerting ekki þægileg. Ég vil ekki vera án þess sem við höfum. Ég vil ekki að henni líði illa með því að biðja hana um að gera eitthvað sem henni líður illa yfir. Er einhver leið til þess að vera fullnægður í kynlífslausu sambandi?“ spyr karlmaður sem stundar ekki kynlíf með kærustu sinni og leitar ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly ráðgjafa The Guardian.  

Ráðgjafinn segir mikilvægt að sýna þolinmæði enda ekki óalgengt fyrir fólk sem hefur ekki stundað kynlíf að vera óöruggt og jafnvel hrætt við kynlíf. Ráðgjafinn vill meina að maðurinn þurfi að útskýra sína hlið ef kynlíf sé honum mikilvægt. 

„Fullkomið væri að byrja á því að hjálpa henni að vera nógu örugg svo hún geti útskýrt af hverju nákvæmlega hún hafi ekki áhuga á kynlífi. Ástæður geta verið hræðsla við óléttu, skortur á fræðslu, gömul sambandsvandamál eða skortur á hrifningu,“ skrifar ráðgjafinn en bendir einnig á flóknari vandmál af læknisfræðilegum toga, vandamál tengd andlegri líðan eða jafnvel sögu um kynferðislega misnotkun geti spilað inn í. 

„Með samþykki kærustu þinnar gætu þið þurft á hjálp að halda frá fagfólki. Jafnvel þó svo að manneskja hafi mikinn kynferðislegan áhuga á einhverjum getur það tekið tíma að láta á það reyna. Reyndu að styðja kynferðislega leit hennar og kynferðislega þróun hennar án þess að gera kröfur. Reyndu þess í stað að leggja áherslu á nautnafulla snertingu án þess að koma við kynfæri og hjálpaðu henni á hennar hraða að verða öruggari.“

Hvað er til ráða þegar konan vill ekki stunda kynlíf?
Hvað er til ráða þegar konan vill ekki stunda kynlíf? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál