Unnustinn hélt fram hjá í steggjaferðinni

Stephens sleit trúlofuninni.
Stephens sleit trúlofuninni. Getty Images

Líf hinnar bresku Gabby Stephens tók óvænta stefnu þegar hún komst að því að tilvonandi eiginmaður hennar, Louis Cardona, hafi haldið fram hjá henni í steggjaferðinni sinni til Ibiza. 

Stephens og Cardona ákváðu að hætta við brúðkaup drauma sinna í kjölfarið og töpuðu um 500 pundum í kjölfarið. 

„Ég hélt að þetta væri bara eitthvað sem kæmi fyrir aðrar stelpur, ekki mig. Ég skammaðist mín og var í ástarsorg og áfalli,“ sagði Stephens. Hún hringdi í fjölskylduna sína sem var hissa en studdi við bakið á mér. „Þau voru brjáluð út í Louis en fannst það gott hjá mér að hætta við brúðkaupið.“

Stephens hélt að hún væri í nokkuð öruggu sambandi. Þau byrjuðu saman árið 2016 og ári seinna voru þau trúlofuð. „Við skemmtum okkur saman og í hvert skipti sem við vorum aðskilin vorum við að skipuleggja að hittast aftur. Þetta var rómantískur stormsveipur og við vorum komin í samband eftir nokkrar vikur,“ sagði Stephens. 

Gabby Stephens og Louis Cardona stuttu eftir trúlofunina 2017.
Gabby Stephens og Louis Cardona stuttu eftir trúlofunina 2017. Skjáskot

„Við vorum bæði að nálgast þrítugt og margir vina okkar voru að ganga í hjónaband, svo þegar hann bað mín sagði ég strax já,“ sagði Stephens. Þau voru búin að velja sér brúðarmeyjar og brúðgumasveina. 

Það fór hins vegar allt úrskeiðis þegar Cardona fór í steggjaferðina sína. Stephens sjálf hélt tvö partý, í Edinborg og London. Cardona fór til Ibiza með vinum sínum.

„Ég treysti Louis og þrátt fyrir að ég vissi að hann elskaði að djamma hélt ég ekki að hann myndi gera eitthvað heimskulegt. Hann hringdi í mig á hverjum degi. Hann var stundum fullur en sagði mér alltaf að hann elskaði mig. Mér fannst ég svo heppin að eiga unnusta sem hringdi í mig í steggjaferðinni sinni,“ sagði Stephens. 

Þegar hann kom heim úr ferðinni var hann svo þögull sem gröfin og tveimur vikum seinna komst Stephens að því af hverju. 

„Hann var ekki í góðu standi þegar hann kom heim. Þunnur og ekki í góðu skapi. Hann sagði mér að hann væri of þreyttur til að tala og sofnaði á sófanum. Hann hélt áfram að vera svona næstu daga. Það leið heil vika þangað til við stunduðum kynlíf og hann var mjög aftengdur á meðan. Ég reyndi að hafa ekki áhyggjur en síðan tveimur vikum seinna varpaði hann sprengjunni,“ sagði Stephens. 

Cardona sagði henni að hann hefði verið með annarri konu á Ibiza og að hann gæti ekki lifað með sjálfum sér án þess að segja henni það. 

„Ég þurfti að fara til kvensjúkdómalæknis til öryggis og ég gat ekki horft á hann. Hann sendi mér fullt af skilaboðum og þrátt fyrir að ég elskaði hann þá vissi ég að ef ég myndi gefa honum annað tækifæri myndi þetta lita hjónaband okkar til frambúðar. Viku seinna hætti ég við brúðkaupið og lét alla vita,“ sagði Stephens. 

„Ég hringdi í alla vini hans sem voru í ferðinni og þeir sögðu mér að þeir vissu af þessu. Þeir höfðu sammælst um að hann þyrfti að segja mér þetta og sumir sögðu að ef hann hefði ekki sagt mér þetta þá hefðu þeir gert það.“

„Ég hataði hann í sjö mánuði. Ég gat bara ekki sætt mig við að hafa misst manninn minn, brúðkaupið mitt og framtíð mína,“ sagði Stephens. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál