Losaðu um jólastressið í rúminu

Aðventan er notaleg.
Aðventan er notaleg.

Nú þegar desember gengur senn í garð fara margir að finna fyrir auknu stressi. Það þarf að finna hinar fullkomnu jólagjafir fyrir alla, þrífa, baka og síðast en ekki síst vera virkur í félagslífinu.

Stressið getur tekið sinn toll, sérstaklega ef því fylgja fjárhagsáhyggjur. Kynlíf er frábær leið til þess að losa um þetta stress og það er alveg ókeypis. Það eina sem þarf að finna er tími til þess. Þegar tíminn er fundinn þá er gott að reiða sig á stellingar sem tryggja það að stressið líði úr ykkur báðum.

Hundastellingin

Besti vinur mannsins er án efa hundastellingin. Hún er einstaklega góð til þess að losa um stressið og halda áhyggjulaus inn í desember. Til að fá meira út úr stellingunni er gott að beygja sig lengra niður, alveg niður á olnboga og þrengja bilið á milli fótleggjanna.

Trúboðinn

Trúboðinn er sígildur, sérstaklega fyrir hátíð ljóss og friðar. Kosturinn við trúboðann er að flestir fá fullnægingu í honum og fullnæging losar um stress. Ef tíminn er stuttur og þið viljið tryggja að jólastressið líði úr ykkur ætti trúboðastellingin að vera efst á lista.

Skeiðin

Aðventan er tími samverunnar. Því er skeiðin fullkomin fyrir þá sem vilja mikla nánd og hafa ekki orku í að hamast. Skeiðin hefur verið kölluð sú notalegasta og ekki að ástæðulausu. Hún hef­ur þá kosti að þið liggið bæði og eruð mjög ná­lægt hvort öðru. Það er líka hægt að leika sér smá í þess­ari stell­ingu og nota fing­urna til að örva sníp­inn. 

Ef þið viljið svo vinna ykkur inn fyrir einni aukasneið af graflaxi með tilheyrandi majónessósu má alltaf finna stellingar sem reyna virkilega á. Smartland hefur áður tekið saman þær stellingar sem brenna fleiri kaloríum og eru þær sniðugur kostur fyrir þá sem vilja frekar eyða tímanum uppi í rúmi með makanum en í ræktinni með sveittu ókunnugu fólki. Aðventan er jú tími samverunnar. 

Það getur safnast upp mikið stress í desember sem þarf …
Það getur safnast upp mikið stress í desember sem þarf að losa um. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál